Fara í efni

ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐLSA TIL ILLS?

Ákvörðun forsetans var hvorki rökrétt né líkleg til að verða farsæl fyrir íslenska ríkið til lengri tíma litið. Með snöggum viðbrögðum ráðamanna getur verið að mesta skaðanum hafi verið bjargað fyrir horn í bili en það á eftir að koma í ljós. Viðtalið sem forsetinn átti við breskan blaðamann var ómerkileg uppákoma þar sem forsetinn blaðraði út í eitt til að komast hjá efnislegri umræðu. Auk þess laug forsetinn að blaðamanninum um það að á Íslandi væri alvanalegt að slík mál færu fyrir þjóðina i atkvæðagreiðslu og að íslenska stjórnskipunin væri öðru vísi en sú breska hvað þetta varðar. Ef þjóðin greiðir atkvæði um ríkisábyrgð vegna Icesave þá verður það í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá stofnun lýðveldisins. Er forseti Íslands trúverðugur? Það er langt frá því að aukin þátttaka almennings í stjórnun landsins með þjóðaratkvæðagreiðslum sé samasammerki með réttlátara samfélagi. Dæmin tala sínu máli. Í Bandaríkjunum eru til ríki sem ganga afar langt í þessum efnum og almenningur fær að kjósa um flest mál. Þessi ríki eiga það sammerkt að vera skuldugusu ríki Bandaríkjanna, opinber þjónusta er engin og félagslegt óréttlæti mest. Þá virðast lög í anda rasisma eiga greiða leið í slíku fyrirkomulagi eins og nýlegt dæmi frá Sviss sýnir. Staðreyndin er nefnilega sú að lýðskrumarar með aðgang að peningum eiga mun auðveldara með að koma málum í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu heldur en faglega umræðu á þjóðþingi.
Pétur