Fara í efni

UTANRÍKIS-RÁÐHERRA OG ERLENDIR FJÖLMIÐLAR

Eitt skal ég viðurkenna, oft hef ég ekki verið sammála Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, en verð þó að viðurkenna, að síðasta útspil hans, með að senda björgunarsveit´, frá Íslandi, fyrstir allra þjóða, til Haiti, hefur aukið álit mitt á honum mikið. Auðvitað hefur hann ekki tekið þessa ákvörðun einn, ríkisstjórn Íslands, sem heild, hlýtur að hafa þurft að samþykkja þessa aðstoð. Eitt er víst, að þetta hefur orðið þess valdandi, að hróður Íslands vex, heimasíða norska ríkisútvarpsins og fleiri, minnast á, að Ísland, í efnahagsþrengingum, láti ekki eftir sér, að hjálpa þjóð í neyð, þrátt fyrir bágt efnahagsástand á Íslandi. Íslendingar, hvar sem eru í heiminum, geta verið stoltir af því að vera Íslendingar. Við sýnum og sönnum umheiminum, að við erum gott fólk, sem viljum hjálpa fólki í neyð. Það má ekki og á ekki að stimpla okkur sem þjóð, eintómra bankaræningja. Ég er furðu lostinn og yfir mig hneykslaður á þessum bandaríska sjónvarpspredikara, Pat Robertson, á 700club, sem hefur lýst því yfir, að Haiti búar séu löngu seldir myrkrahöfðingjanum og hafi átt skilið hörmungarnar. Á hvaða öld lifum við? Hvað er að fólki, sem leyfir sér að segja svona lagað? Ef ég væri sjónvarpsstjóri OMEGA , á Íslandi, myndi ég hætta strax, öllum samskiptum við þennan mann!
Friðjón Steinarsson, Danmörku