AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2010

ÖGMUNDUR OG OFRÍKI

Pétur ritar hér pistil undir fyrirsögninni "Ögmundur og Andríki." Hann virðist vera fulltrúi vaxandi stuðnings við þröngsýn öfl innan VG sem nú krefjast þess að innan flokksins rúmist aðeins ein rödd. Pétur telur þig "hugrakkan og valdfælinn héra", bersýnilega vegna skoðana þinna í Icesave-málinu og gerir þig að auki að taglhnýtingi Andríkis frjálshyggjumanna. Í þessum ummælum og málatilbúnaði birtast í allri sinni nekt síð-sovéskar aðferðir þar sem ráðist er á þá sem telja sig sjá fleiri en einn lit í regnboganum. En það er hrætt fólk og aumt sem óttast ...
Helga Þorsteinsdóttir

Lesa meira

ÍSLENSKU LAGARÖKIN UPP Á BORÐIÐ!

Ég hef verið frekar hlynnt að gera samkomulag um innlánsreikninga Björgólfs-feðganna í Hollandi og Bretlandi, en í morgun runnu á mig tvær grímur. Ég las merkilega grein eftir tvo lögmenn í Morgunblaðinu. Greinin er mjög skýr og mennirnir rökfastir...Það er nauðsynlegt til að við almennir kjósendur getum gert upp hug okkar. Við erum mörg sem erum orðin svolítið þreytt á þeim belgingi sem einkennir umræðuna...
Jóna Guðrún

Lesa meira

ÖGMUNDUR OG ANDRÍKI

Nú gefst tækifæri fyrir hugrakka og valdfælna héra að taka þátt í auglýsingaherferð Andríkis til að hafa áhrif á þjóðina. Þannig geta þeir deilt kostnaðinum með frjálshyggjumönnunum og útrásarvíkingunum í Andríki. Ekki veitir af að spara því það stefnir í bæði lengri og dýpri kreppu...
Pétur

Lesa meira

VG HÆGRI SNÚ?

Hvernig er það með alþýðubandalagsarminn í vinstri hreyfingunni - hægri snú? Hverra hagsmuna er hann að gæta? Sverrir Jakobsson fer mikinn í Fréttablaðinu í dag og finnst Icesave málið svo ómerkilegt að vöxtum að það nái varla nokkurri átt að vera tala um það. Einungis 11% af skuldum landsins! Hann fagnar hins vegar einkavæðingu Kaupþings (ég meina Arion með bónusgreiðslunum) og Íslandsbanka og þar með ríkjandi skipulagi í efnahagsmálum heimsins. Stöndum vörð um fjármagnseigendur segir Sverrir Jakobsson og minnist enn og aftur á að Ísland þarfnast umheimsins en umheimurinn ekki Íslands. Sverrir Jakobsson er nefnilega ...
Óháður kjósandi VG

Lesa meira

EKKERT HÆGT AÐ GERA?

...Einn ráðherrann sagði í viðtali að þó það væri hægt að ná fram betra hlutskipti þá væri það ákaflega erfitt. Annar ráðherra skrifaði grein og sagði að við værum nú þegar með besta hlutskipti af öllum mögulegum því önnur væru verri. Svo var haft eftir þingmanni á vefmiðli að öll umræða sem beindist að öðru en núverandi samningi væri á villigötum. Mér finnst morgunljóst að þetta er hægt að draga saman í eina rödd sem segir: Ég get ekki, vil ekki og ætla ekki að ræða það. Það er kannski ekki við hæfi en þessi afstaða minnir mig helst á ...
Árni V.

Lesa meira

NOKKRIR HRÆDDIR HÉRAR AÐ VERJA VALDIÐ...

Sú gíruga þoka sem hefur lengi umlukið margar valdastofnanir þessa lands hefur -meðvitað eða af hugsanaleti- leitt marga á villigötur. Grein þín um "Lýðræði eða forræði?" er mjög góð lýsing á annarlegum sjónarmiðum nokkurra vörslumanna valdsins í "akademíunni". Þeir mættu rifja upp að Akademían var upphaflega sett á laggirnar af Plató á helgistað Aþenu, já Aþenu, gyðju viskunnar. Þeir mættu líka minnast þess að allir menn, nema þá kannski siðblindingjar, vita hvað réttlætið er. Skuggi gilda okkar mannanna, hvort sem er í ...
Pétur Örn Björnsson

Lesa meira

HEFÐI ÞJÓÐIN SAMÞYKKT GULLFOSS-VIRKJUN?

Staðreyndum verður ekki breytt með frösum eins og "síð-sovésk viðhorf" sem ég veit ekki hvað þýðir eða "lýðræði í skömmtum". Þetta eru ekki frasar frá mér heldur þér Ögmundur og e.h. Ólínu. Það sem ég bendi á er að það er ekki samasemmerki milli fjölgunar á þjóðaratkvæðagreiðslum um lagasmíð Alþingis og réttlátara samfélags. Ástæðan er sú að almenningur kýs með "buddunni". Þú virðist trúa því að Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið reist ef málið hefði farið fyrir þjóðina. Ég er ekki sammála þér og ég er nokkuð viss um að ...
Pétur

Lesa meira

HIN SÍÐ-SOVÉSKU VIÐHORF

...Síðan þetta var skrifað hefur stolt mitt vaxið, geng ég nú með þanið brjóst, svo ánægð er ég. Bæði vegna frábærrar frammistöðu forseta í samtölum við erlenda fréttamiðla, en fyrst og fremst vegna samtals hans við fjölmiðla og þjóð sína á Bessastöðum. Þar útskýrði hann ...Forseti missti sig um tíma, lét berast með þungum straumi kapitalísmans og peninganna, og varð uppvís að mörgum axarsköftum, en rakarasonurinn að vestan komst heim aftur og stillir sé upp með þjóð sinni gegnt stofnanaveldinu - gegn hinum upplýstu - gegn hinum síð-sovésku viðhorfum til sjálfrar þjóðarinnar...
Ólína

Lesa meira

VIRÐING FORSETA FYRIR LÝÐRÆÐINU

Ég er afar sáttur við þessa umdeildu ákvörðun forseta, að leggja Icesafe fyrir þjóðina og sýna, að virðing sé borin fyrir lýðræðinu. Það verður bara að koma í ljós, hver niðurstaðan verður og hver verða viðbrögð Breta, Hollendinga og jafnvel Evrópubandalagsins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, Bregðist AGS illa við, hefur sjóðurinn viðurkennt, að ...
Friðjón Steinarsson,
Danmörku

Lesa meira

SVISSNESKT LÝÐRÆÐI?

Til hamingju Ögmundur. Þinn tími er kominn og ég vona að þú takir við flokknum. Þú verður fljótur að vinna okkur upp úr ruslflokknum og vinna bug á samsærisþjóðunum. Hins vegar er kannski ágætt fyrir þjóðina að vera í ruslflokki við byggjum hvorki stóriðju eða aðra vitleysu á meðan. Þá ber að fagna að fyrir baráttu þína höfum við...
Lapan

Lesa meira

Frá lesendum

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ALVÖRULEYSI PÍRATA

Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVER BER ÁBYRGÐ Á ÍSLENSKU KJARNORKUVERUNUM?

Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og  endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald. 
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson

Lesa meira

ÍSLANDSBANKI SELDUR

Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.

SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆTTA BÚIN LÝÐRÆÐI

Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: AFGLÆPAVÆÐING GLÆPAMENNSKU

Hún er sérkennileg umræðan um „afglæpavæðinguna“. Nú liggur fyrir breytingarfrumvarp[i] í heilbrigðisráðuneytinu um að ekki verði lengur refsivert að hafa í vörslu sinni svonefnda „neysluskammta“ eiturlyfja. Er frumvarpið þar komið í „samráðsgátt“ (sýndarmennskugátt). Málið er angi af öðru miklu stærra máli sem kalla má „undanhaldið mikla“ og lýsir sér í uppgjöf og undanhaldi á mörgum sviðum – allt í nafni „framfara“ auðvitað. Þetta er í stuttu máli geigvænleg þróun og alls ekki góð, öðru nær. Eftir stendur að fíkniefnaneysla er harmvaldur allra sem í henni lenda og aðstandenda þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar:  HVERT SKAL HALDIÐ?

... Andsvar hugsandi vinstrimanna er að hrista af sér doðann, endurmóta róttæka umbótastefnu í vinstriátt, losa sig undan hægriáráttu eigin forystu. Það er ekki bara þörf, það er brýn nauðsyn ef ekki á illa að fara. 
Í stuttu máli: Endurreisn vinstri róttækni i sjónmálum er nauðsyn, sem binda þarf víðtækum umbóta- vilja í stjórnarháttum. Lágkúrustandi vinstriafla þarf að ljúka sem fyrst.  ...

Lesa meira

Kári skrifar: UPPRUNAÁBYRGÐIR - BLEKKINGAR OG SKATTSVIK

Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur. Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar Pinsent Masons er fjallað um skattahliðina á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: VALDHAFINN STÍGUR FRAM

Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUMÁL SEM ORSÖK ÁTAKA OG ÁGREININGS

Mörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞAÐ ER MIKILL ÁBYRGÐARHLUTI AÐ SELJA SPRENGIEFNI

Leiðinlegasti dagur ársins er tvímælalaust gamlársdagur. Ekki vegna þess að hann sé í sjálfu sér verri en aðrir dagar ársins heldur vegna hins að honum er spillt með óþarfa hávaða, drykkju og látum. Það verður ekki afsakað með því að „þetta sé síðasti dagur ársins“. Sá ósiður, má segja plagsiður, hefur mótast á Íslandi að kunna sér ekki hóf í neinu. Það sást vel árin fyrir hrunið mikla þar sem „allir ætluðu að verða ríkir“ og helst á einni nóttu. Enginn mátti vera minni maður en næsti maður, ekki skulda minna en næsti maður, ekki ferðast minna en næstir maður eða byggja minna hús en ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar