AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2010

ÖGMUNDUR OG OFRÍKI

Pétur ritar hér pistil undir fyrirsögninni "Ögmundur og Andríki." Hann virðist vera fulltrúi vaxandi stuðnings við þröngsýn öfl innan VG sem nú krefjast þess að innan flokksins rúmist aðeins ein rödd. Pétur telur þig "hugrakkan og valdfælinn héra", bersýnilega vegna skoðana þinna í Icesave-málinu og gerir þig að auki að taglhnýtingi Andríkis frjálshyggjumanna. Í þessum ummælum og málatilbúnaði birtast í allri sinni nekt síð-sovéskar aðferðir þar sem ráðist er á þá sem telja sig sjá fleiri en einn lit í regnboganum. En það er hrætt fólk og aumt sem óttast ...
Helga Þorsteinsdóttir

Lesa meira

ÍSLENSKU LAGARÖKIN UPP Á BORÐIÐ!

Ég hef verið frekar hlynnt að gera samkomulag um innlánsreikninga Björgólfs-feðganna í Hollandi og Bretlandi, en í morgun runnu á mig tvær grímur. Ég las merkilega grein eftir tvo lögmenn í Morgunblaðinu. Greinin er mjög skýr og mennirnir rökfastir...Það er nauðsynlegt til að við almennir kjósendur getum gert upp hug okkar. Við erum mörg sem erum orðin svolítið þreytt á þeim belgingi sem einkennir umræðuna...
Jóna Guðrún

Lesa meira

ÖGMUNDUR OG ANDRÍKI

Nú gefst tækifæri fyrir hugrakka og valdfælna héra að taka þátt í auglýsingaherferð Andríkis til að hafa áhrif á þjóðina. Þannig geta þeir deilt kostnaðinum með frjálshyggjumönnunum og útrásarvíkingunum í Andríki. Ekki veitir af að spara því það stefnir í bæði lengri og dýpri kreppu...
Pétur

Lesa meira

VG HÆGRI SNÚ?

Hvernig er það með alþýðubandalagsarminn í vinstri hreyfingunni - hægri snú? Hverra hagsmuna er hann að gæta? Sverrir Jakobsson fer mikinn í Fréttablaðinu í dag og finnst Icesave málið svo ómerkilegt að vöxtum að það nái varla nokkurri átt að vera tala um það. Einungis 11% af skuldum landsins! Hann fagnar hins vegar einkavæðingu Kaupþings (ég meina Arion með bónusgreiðslunum) og Íslandsbanka og þar með ríkjandi skipulagi í efnahagsmálum heimsins. Stöndum vörð um fjármagnseigendur segir Sverrir Jakobsson og minnist enn og aftur á að Ísland þarfnast umheimsins en umheimurinn ekki Íslands. Sverrir Jakobsson er nefnilega ...
Óháður kjósandi VG

Lesa meira

EKKERT HÆGT AÐ GERA?

...Einn ráðherrann sagði í viðtali að þó það væri hægt að ná fram betra hlutskipti þá væri það ákaflega erfitt. Annar ráðherra skrifaði grein og sagði að við værum nú þegar með besta hlutskipti af öllum mögulegum því önnur væru verri. Svo var haft eftir þingmanni á vefmiðli að öll umræða sem beindist að öðru en núverandi samningi væri á villigötum. Mér finnst morgunljóst að þetta er hægt að draga saman í eina rödd sem segir: Ég get ekki, vil ekki og ætla ekki að ræða það. Það er kannski ekki við hæfi en þessi afstaða minnir mig helst á ...
Árni V.

Lesa meira

NOKKRIR HRÆDDIR HÉRAR AÐ VERJA VALDIÐ...

Sú gíruga þoka sem hefur lengi umlukið margar valdastofnanir þessa lands hefur -meðvitað eða af hugsanaleti- leitt marga á villigötur. Grein þín um "Lýðræði eða forræði?" er mjög góð lýsing á annarlegum sjónarmiðum nokkurra vörslumanna valdsins í "akademíunni". Þeir mættu rifja upp að Akademían var upphaflega sett á laggirnar af Plató á helgistað Aþenu, já Aþenu, gyðju viskunnar. Þeir mættu líka minnast þess að allir menn, nema þá kannski siðblindingjar, vita hvað réttlætið er. Skuggi gilda okkar mannanna, hvort sem er í ...
Pétur Örn Björnsson

Lesa meira

HEFÐI ÞJÓÐIN SAMÞYKKT GULLFOSS-VIRKJUN?

Staðreyndum verður ekki breytt með frösum eins og "síð-sovésk viðhorf" sem ég veit ekki hvað þýðir eða "lýðræði í skömmtum". Þetta eru ekki frasar frá mér heldur þér Ögmundur og e.h. Ólínu. Það sem ég bendi á er að það er ekki samasemmerki milli fjölgunar á þjóðaratkvæðagreiðslum um lagasmíð Alþingis og réttlátara samfélags. Ástæðan er sú að almenningur kýs með "buddunni". Þú virðist trúa því að Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið reist ef málið hefði farið fyrir þjóðina. Ég er ekki sammála þér og ég er nokkuð viss um að ...
Pétur

Lesa meira

HIN SÍÐ-SOVÉSKU VIÐHORF

...Síðan þetta var skrifað hefur stolt mitt vaxið, geng ég nú með þanið brjóst, svo ánægð er ég. Bæði vegna frábærrar frammistöðu forseta í samtölum við erlenda fréttamiðla, en fyrst og fremst vegna samtals hans við fjölmiðla og þjóð sína á Bessastöðum. Þar útskýrði hann ...Forseti missti sig um tíma, lét berast með þungum straumi kapitalísmans og peninganna, og varð uppvís að mörgum axarsköftum, en rakarasonurinn að vestan komst heim aftur og stillir sé upp með þjóð sinni gegnt stofnanaveldinu - gegn hinum upplýstu - gegn hinum síð-sovésku viðhorfum til sjálfrar þjóðarinnar...
Ólína

Lesa meira

VIRÐING FORSETA FYRIR LÝÐRÆÐINU

Ég er afar sáttur við þessa umdeildu ákvörðun forseta, að leggja Icesafe fyrir þjóðina og sýna, að virðing sé borin fyrir lýðræðinu. Það verður bara að koma í ljós, hver niðurstaðan verður og hver verða viðbrögð Breta, Hollendinga og jafnvel Evrópubandalagsins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, Bregðist AGS illa við, hefur sjóðurinn viðurkennt, að ...
Friðjón Steinarsson,
Danmörku

Lesa meira

SVISSNESKT LÝÐRÆÐI?

Til hamingju Ögmundur. Þinn tími er kominn og ég vona að þú takir við flokknum. Þú verður fljótur að vinna okkur upp úr ruslflokknum og vinna bug á samsærisþjóðunum. Hins vegar er kannski ágætt fyrir þjóðina að vera í ruslflokki við byggjum hvorki stóriðju eða aðra vitleysu á meðan. Þá ber að fagna að fyrir baráttu þína höfum við...
Lapan

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar