Fara í efni

BAUGSÞRÆLAR?

Jón Ásgeirs plágan hvað er til ráða? Hann rekur: Stærsta dagblað landsins. Helminginn af útvarpsstöðvunum. Helminginn af sjónvarsstöðvunum. Meiri hlutan af matvörumarkaðnum. Stóran hluta af fataverslunum. Stóran hluta af bóksölunni. Hvað hann hefur kostað okkur nýverið: A) Hann notaði líklega bróðurpartinn af ICESAVE peningum til að halda útlenda verslunar-veldinum á floti. (100 til 600 milljaðar tapaðir) B) Lífeyrisjóðir hafa tapað 10 til 20% af eiginfé sínu vegna hlutabréfa og skuldabréfa kaupa í hans félögum (160 til 320 milljarðar) C) Ríkið bjargaði peningamarkaðssjóðum sem vorum fullir að skuldabréfum í hans félögum. (ca. 50 milljarðar). D) Glitnis hlutur í seðlabankaprentuninni ca. 70 milljarðar. Alls er þetta svona 400 milljarðar að lágmarki eða c.a. 4 milljónir á fjölskyldu í landinum. Þetta er kostnaðurinn við að hafa auðhring sem ræður yfir fjölmiðlum þessa lands. Jæja Ögmundur hvað er til ráða? Af hverju er samkeppnisstofnun ekki löngu búin að brjóta auðhringinn upp? Skilst reyndar að hún hafi ekki völd til þess en af hverju er því ekki kippt í liðinn? Hvar eru fjölmiðlalögin? Eins og ég sé þetta þá eru völd JÁJ nú þegar svo mikil að mögulega ráðum við einfaldlega ekki við hann. Hann virðist hafa Samfylkinguna í vasanum. Sjálfstæðisflokkurinn tók við mútum frá honum etc., síðan hefur hann Stöð 2, Fréttablaðið og Vísi. Bestu lögfræðinga landsins. Hvernig komum við í veg fyrir að börnin okkar verði Baugsþrælar? Kveðja,
Hjalti