Fara í efni

LANDSBANKINN - SEÐLABANKINN

Sæll Ögmundur.
Ég hef skrifað þér nokkrum sinnum tölvupóst, en aldrei sent hann til heimasíðu þinnar. Ég hef fjallað um skoðun mína á ICESAVE og aðkomu þína að því máli. Það liggur fyrir að við erum algjörlega á öndverðum meiði þar og framtíðin ein getur skorið úr um hvor hefur rétt fyrir sér í þeim efnum. Mig langar hins vegar að biðja þig að taka fyrir gjaldþrot Seðlabankans á síðunni þinni og fjalla um og reikna út hvað „ástarbréf" og „lánveitingar" hans fram að hruni og gjaldþrot hans í framhaldinu koma til með að kosta þjóðarbúið og bera það saman við væntanlegan kostnaðinn af ICESAVE. Mér finnst oft gleymast að í báðum tilfellum er um að ræða glórulausa stjórnunarhætti og gjaldþrot banka sem leiðir af sér ómældan kostnað fyrir samfélagið. Þingmenn og fjölmiðlar virðast hins vegar sammála um að fjalla aðeins um afleiðingar annars hrunsins en ekki hins. Spurningar mínar eru eftirfarandi: Hvort þrotið er að þínu mati þungbærara fyrir þjóðina? Telur þú að þjóðin sé sáttari við að greiða fyrir ástarbréf og óreiðu bankastjóra Seðlabankans en fyrir óreiðu bankastjóra Landsbankans? Umfjöllun á heimasíðu og grein í Morgunblaðinu um þetta væri flott.
Bestu kveðjur,
Eiríkur Jónsson

Heill og sæll. Þakka þér bréfið. Þú biður um svar og birti ég það hér: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/er-saman-ad-jafna-landsbankanum-hf-og-sedlabanka-islands
Kv.,
Ögmundur