Fara í efni

NÚ ÞARF NAFLASKOÐUN

Sæll Ögmundur.
Hvað varð af allri virðingu þeirra sem stjórna okkur fyrir grasrótinni ? Grasrótin kraumar eins og Katla sem hefur ekki gosið lengi, spurningin er hvenær gýs Katla eða grasrótin best væri að Katla myndi gjósa á undan, Ríkisstjórninni hefur mistekist að koma bönkum landsins í trúverðulegar hendur. Það er með ólíkindum að lántakendur skuli þurfa að bera allann kostnaðinn en bankarnir knésetja fólk hægri og vinstri og lögfræðingar græða á tá og fingri. Það sem þarf er að virkja fólkið með en ekki að vinna á móti fólkinu eins og er gert. Leyndarmálin og pukrið heldur áfram þrátt fyrir alla fjölmiðla. Persónulega finnst mér að VG hafi misst traust, allaveg eins og ég upplifi þetta, það er miður. Fjölskyldufólk þarf að hafa húsnæði, fólk þarf að hafa vinnu til að geta lifað. Þið verið að fara í naflaskoðun og nálgast þessi mál frá öðru sjónarhorni en í dag. Mér finnst þú hafa verið of mikið í felum, þín rödd þarf að verja fólkið í þessu landi.
kv.,
Hafsteinn Örn Guðmundsson