Fara í efni

SÆTTUMST EKKI Á KÚGUN!

Sæll Ögmundur, varðandi pistilinn þinn: NÍÐSKRIF Í NOREGI. Ég kom inn í síðuna þína til að skrifa um akkúrat það og sá að þú hafði tekið á þessu sjálfur í pistlinum, mun harðar en í Morgunblaðinu. Og fannst þú of vægur þar, þó ég skilji það nú. Núna ætla ég að leyfa mér að nota orðið níðingur yfir þennan mann. Níðskrif hans um blásaklaust fólk og niðurtal hans um Icesave, eru mun verri en með ólíkindum, beinlínis hrottaleg. Hann gerir blásaklausan almenning landsins sekan úti í heimi, að úthugsuðu og yfirveguðu ráði. Getur ekki bara verið að hann sé þarna leppur Jóhönnu og hennar gjörspillta og skammarlega flokks? Icesave framganga stjórnarflokkanna í heild sinni, að undanskildum þér sjálfum og Lilju Mósesdóttur, hefur verið valdníðsla ein gegn þjóðinni. Guð hjálpi okkur bara að hafa leppa handrukkara við völd. Og víst er að allt Icesave-liðið verður að víkja. Í bréfi Péturs Arnar: SPURT, þar sem hann skrifar um handrukkaragegni AGS, segir þú meðal annars í svari til hans: " Allt það fólk sem þú nefnir hefur reynt að gera allt sem í þess valdi stendur til að hafa áhrif til góðs." Með þessu ertu óbeint og kannski óviljandi að verja það óverjanlega. Það finnst ekki afsökun á jörðinni fyrir Icesave-kúguninni, Ögmundur, og það fólk sem hefur pínt Icesave í gegnum löggjafarvaldið ætti að vera kært, ekki varið. Í bréfinu HANDRUKKARAR, skrifað af Pétri (augljóslega ekki sami maður og Pétur Örn), segir hann: "Er það ekki nokkuð langt gengið að saka sænsk yfirvöld um að vera handrukkara og að það komi frá stjórnarþingmanni. Við verðum að líta í eigin barm og átta okkur á að við höfum unnið tjón á fólki í öðrum löndum og bæta þeim tjónið. Kosturinn fyrir okkur Íslendinga er sá að við erum borgunarmenn fyrir skuldum okkar." Pétur, það er ekki nokkuð langt gengið af neinum, hvort sem það er Ögmundur eða við hin, að kalla Svía-stjórn handrukkara, því þeir eru handrukkarar. Hafa beitt sér í handrukkun gegn okkur með EU, Bretum og Hollendingum, fyrir skuld sem við skuldum ekki. Og hafa níðst á Lettum og kannski öðrum EU-þjóðum og EU leyfir þeim það í friði. Svíar hafa líka níðst fjárhagslega á vanþróuðum þjóðum í Afríku og kannski víðar. Þeir hafa hagað sér líkt og Bretar og Hollendingar í nýlendusókn sinni í heiminum. Í bréfinu KOMUMST EKKI UNDAN SKULDINNI, segir Viðar: "Ég var ósammála forsetanum í dag og ég held að mikið af því fólki sem hann vitnaði í og þú hefur einnig gert Ögmundur hafi skrifað undir mótmælin vegna þess að það taldi að við gætum komist undan því að borga þessa skuld." Mig langar að vita hvaða skuld Viðar er að tala um??? VIÐ skuldum ekki Icesave og Icesave hefur aldrei verið okkar skuld. Það ætti öllum hugsandi mönnum að vera löngu orðið ljóst. Heiðarlegir menn með minnstu sjálfsvirðingu geta ekki gefið eftir og sætt sig við ofbeldi gegn börnunum okkar og okkur sjálfum. Og kúgun er grimmilegt ofbeldi. Það eru hlutir sem menn gera ekki. Það var ömurlegt að lesa bréfið: EKKI ANNARRA KOSTA VÖL, frá Þorvaldi Erni: "Ég er einn þeirra sem telja að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en skrifa undir afarkosti Icesave samninganna." Hvað vakir fyrir fólki sem vill leggjast svo lágt að bara sættast á ólöglega kúgun og gera börnin okkar að skuldaþrælum að ósekju?
ElleE