AÐ HRUNI KOMINN Mars 2010
...Reyndur jafnaðarmaður með 32 ára þingreynslu sem hefur helgað
krafta sína baráttu fyrir lýðræðislegum leikreglum gerir ekki
meðvitað stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar að sínum. Ekki nema
náttúrulega eitthvað hafi komið fyrir viðkomandi. Önnur staðfesting
á því að forsætisráðherra skrifaði ekki Tomma og Jenna ræðu sína
sjálf er hugmyndin um að leggja niður 80 ríkisstofnanir. Þær
hugmyndir eru jafn merkingalausar og að þykjast vera að byggja upp
norrænt velferðarkerfi í miðju hruninu. Norrænt velferðarkerfi sem
byggist á bótaskerðingu, skerðingu velferðarþjónustu og
aumingjagæsku gagnvart auðmönnum! Hvaða stofnanir er ráðherra að
tala um? Hvaða 2000 ríkisstarfsmenn eru það sem sitja daginn inn og
út og naga blýanta? Ef ekki væri fyrir aumingjaskapinn væru bæði
BSRB og BHM samtökin búin að ...
Hafsteinn
Lesa meira
Erlendur bankamaður sagði eitt sinn um bólur að hraðinn dræpi
engan heldur yrðu menn fyrir skaða sem stöðvuðu mjög snögglega.
Viðskiptaráðherra virðist hrifinn af svona hundalógík því í ræðu
sem hann hélt nýlega í Háskólanum kom hann með eigin útgáfu sem
hljóðar nokkurn veginn þannig að vandi Íslendinga í dag sé ekki
tilkominn "vegna hrunsins heldur vegna bólunnar (sem orskakaði
hrunið)". Þessi orð ráðherrans eru mjög upplýsandi fyrir umræðuna
sem ...
Árni V.
Lesa meira
Ég fagna því að komin sé af stað umræða á afskriftum skulda hjá
almenningi, þ.e.lækkun höfuðstóls lána í það sem þau voru fyrir
hrun. Mér finnst hins vanta umræðu um lán sem fólk er með hjá
lífeyrissjóðum. Ég er viss um að þar sé svigrúm fyrir LEIÐRÉTTINGU
á lánum. Eitt lítið dæmi: við hjónin tókum framkvæmda lán sem átti
að vera til skamms tíma fyrir framkvæmdum við húsbyggingu þar til
við mundum selja fasteignina okkar. Lánið var 21,7 milj upphaflega
tekið í okt ´08. í dag erum við búin að borga 1,7 milj og
höfuðstóllinn stendur í 24,8. Eignin okkar hefur ...
Valgerður
Lesa meira
Eins og þú veist þá vill Landsvirkjun eyðileggja Þjórsá með
virkjunum og hefur rétt okkur sveitamönnunum sleikibrjóstsykur að
ekki eigi að selja orkuna til álvera. En það er annað sem er að
ergja mig og ég spyr hver á Landsvirkjun? Ég hélt að við þjóðin
ættum fyrirtækið eða svo hefur mér verið sagt. Nú er það svo að
ekki er búið að sammþykkja að reisa þessar virkjanir en stjórn
Landsvirkjunar er greinilega búin að ákveða það. Stjórn
Landsvirkjunar er að byggja fjós og íbúðarhús að bænum Akbraut í
Rangárvallasýslu og einnig er hún að ...
Viðar Magnússon
Lesa meira
...Spurningarnar sem fjölmiðlar, t.d. Morgunblaðið, ætti að
leita svara við nú eru meðal annars þessar þessar: Var það í tíð
Vilhjálms Egilssonar, stöðugleikamanni og þáverandi
framkvæmdastjóra Verslunarráðs og formanns efnahags- og
viðskiptanefndar sem þessar reglur urðu til? Var þetta gert að
kröfu Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins? Studdi ASÍ
lagabreytingar sem fæddu af sér þessar ruglreglur? Það þarf að
setja heimilisfang á hrunið og ábyrgðina. Með nákvæmni gæti verið
að þeir sem mest sjást og heyrast í fjölmiðlum nú óskuðu sér
framtíðar, án þess að þurfa að burðast með fortíðina. Það er
kannske það sem...
Ólína
Lesa meira
...Fiskurinn er auðlind sem á ekki að verða vandamál févana
þjóðar heldur happ sem nýta ber af skynsemi. Og það ógnar allri
dómgreind að stöðugleikasáttmáli svonefndur sé hafður að
hótunarefni ef það verður ekki viðurkennt að fyrir meðafla
grásleppukarla á Norðurlandi skuli greiða okurleigu til sunnlenskra
útgerðarfyrirtækja. Íslenska þjóðin krefst þess að umboðsmenn
hennar vinni verk sín eins og fullorðið fólk. Nú er í höndum
löggjafans að nýta undanhald LÍÚ til að ganga af djörfung til móts
við vilja meirihluta þjóðarinnar í því að ...
Árni Gunnarsson
Lesa meira
...Í þessu tilliti eru þeir Svavar vopnabræður og samherjar því
ef marka má þeirra eigin orð og framsetningu stendur það upp úr í
þessu máli að þeir mega ekkert aumt sjá. Í því ljósi er það
skemmtilegt að Indriði væni aðra um heimsfrelsunaráráttu. Þeir eru
þeir einu sem ég man eftir sem hafa lýst því yfir að þeirra markmið
í málinu sé að verja hagsmuni þeirra sem minna mega sín. Nú vil ég
ekki gera lítið úr slílum ásetningi. Heimurinn væri eflaust betri
staður ef allir hugsuðu eins og þeir...
Árni V.
Lesa meira
Þakka þér fyrir að taka áfengisauglýsingar til umræðu á Alþingi.
Einhverjum kann að finnast þú skjóta föstum skotum að
Ríkisútvarpinu, mér finnst eins og þú gefir á þá lausan bolta, en
af hverju segi ég það? Ég segi það vegna þess að að vinsælir
þættir; dæmi - danski þátturinn Klovn - er kostaður af Tuborg
fyrirtækinu, eða af þeim sem selja Tuborginn hér á landi. Það er
umdeilanlegt að public-service fyrirtæki eins og Ríkisútvarpið
skuli láta kostunarmöguleika (vilja fyrirtækja til að borga
dagsskrárliði) ráða útsendingu sinni og það er óþolandi að svona
fyrirtæki skuli gera út á áfengisdrykkju, ungra sem aldinna. En
þetta er ekki það eina. Allur íþróttaheimurinn leggur ...
Hafsteinn
Lesa meira
...En þá kemur Indriði með útúrsnúningsgrein um hversu vinstri
menn sem börðust á móti upphaflegum Icesave samningum eru vitlausir
að halda fram sjónarmiðunum "berjast á móti heimskapítalismanum".
2. Hvað er embættismaður eins og Indriði sem hefur verið lofsamaður
fyrir margt og er nokkuð vel liðinn að setja fram grein sem er jafn
illa skrifuð og ómálefnaleg eins og þessi grein er. Fyrir mér var
þetta bein og fremur illskeytt árás á það vinstri sinnaða fólk sem
var á móti upphaflegu Icesave samningunum.
Ágúst Valves Jóhannesson
Lesa meira
...Sem áhugamanneskju um samfélagsmál þykir mér verst að
talskona Samtaka ferðþjónustunnar skuli hafa látið hjá líða að
beita sér í málinu, eins og hún gerir jafnan þegar deilur eru uppi
sem sannanlega skaða ferðaþjónustuna. Hún á að gæta hagsmuna
þjónustufyrirtækja í ferðaþjónustunni og hefði átt að gagnrýna
Icelandair flugfélagið fyrir að stofna fyrirtækjunum í voða með því
að neita að semja við flugvirkjana. Til allrar hamingju er
samhljómurinn milli Alþýðusambands Íslands, Samtaka
atvinnulífsins og Viðskiptaráðsins að ekki þarf að ...
Jóna Guðrún
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum