BANKAR ERU SAMFÉLAGS-STOFNANIR OG EKKERT ANNAÐ!

Ég, persónulega, er alveg orðlaus yfir, að þegar að minnsta ríkið í samfélagi þjóða, varð gjaldþrota, með þvílíkum afleiðingum, að skrifaðar verða í sögu mannkyns, þá situr við völd vinstri stjórn, sem gerði ekki betur en að einkavæða alla banka aftur. Hvað hefur 300 þúsund manna samfélag með einkabanka að gera? Ekkert, akkúrat ekki neitt. Sama má í raun segja um 300 milljóna manna þjóðfélag. Bankar eru til, til þess að þjóna samfélaginu sem heild, ekki til að nokkrir auramenn, séu í bankastarfsemi, bara út af gróða og græðgi.
Kapítalisminn er, að mínu mati, dauðadæmdur, í núverandi mynd, ef ekki verður gripið inn í frelsi banka og fjármálastofnana. Í raun, væri nóg, að hvert ríki hefði einn banka, ríkisrekinn, að sjálfsögðu. Það myndi þýða, að ekki yrðu greidd ofurlaun, í formi bónusa. Ég hef alla tíð litið á banka sem þjónustustofnun við þegna, ekkert annað. Þannig á það að vera og ég held að meira að segja Bandaríkjamenn, séu að sjá, að þannig sé í pottinn búið. Barak Obama hefur aðeins talað um þetta, en er að sjálfsögðu hræddur við að tala út, eins og t.d. hann hefur mætt andstöðu repúblíkana við hans tillögum í að umbreyta heilbrigðiskerfi hinnar útvöldu þjóðar kapítalismanns.
Friðjón Steinarsson,
Danmörku.

Fréttabréf