BARA EKKI NÚNA...
Ég verð að segja eins og er að fólki er frjálst að hafa
skoðanir, en þær verða þá að vera sanngjarnar og fólk fái að tjá
sig á báða bóga um viðkomandi mál og málefni. Ég get ekki haft þá
skoðun sannfæringar minnar vegna að það kallist sanngjart að setja
lög á verkföll. Þegar launafólk hefur verið í kjarabaráttu nota
stjórnvöld og fulltrúar atvinnurekenda alltaf rök fyrir því að það
sé ekki heppilegt að fara í vekföll núna, þe. á þeirri stundu sem
slíkt verður. Allt í lagi með það ! en launafólk á Íslandi hefur
ekki haft neina virka forustu fyrir sínum málefnum í mörg ár, það
er einfaldlega staðreynd. Það er grátlegt að horfa og hlusta á það
að forustumenn ASÍ hvetja til þess að lög verði sett á launa fólk
burt séð frá því við hvaða kjör viðkomandi stétt lifir við. Ég eins
og margir aðrir hef þurft að sætta mig við harðar launa og kjara
skeðingar, en það réttlætir ekki að aðrar stéttir geti ekki krafist
bóta fyrir sig. Ég verð aldrei sannfærður um að geta stutt það þó
verði skertur að geta samþykkt svona gjörning það er lög á
verkföll. Það er frjáls samningsréttur bundin hér í lögum og
annaðhvort styður maður slíkt eða ekki. Þetta eru aðferðir sem hafa
tíðkast í ,, fasískum " löndum og eiga ekki að þekkjast hér. Þetta
er mín skoðun og hana mun ég hafa. Ég minni á grein mína í
Morgunblaðinu sl. fimmtudag 18. mars.
Kveðja,
Þórir Karl Jónasson