Fara í efni

DÆMI ÚR VERULEIKANUM

Sæll Ögmundur.
Ég fagna því að komin sé af stað umræða á afskriftum skulda hjá almenningi, þ.e.lækkun höfuðstóls lána í það sem þau voru fyrir hrun. Mér finnst hins vanta umræðu um lán sem fólk er með hjá lífeyrissjóðum. Ég er viss um að þar sé svigrúm fyrir LEIÐRÉTTINGU á lánum. Eitt lítið dæmi: við hjónin tókum framkvæmda lán sem átti að vera til skamms tíma fyrir framkvæmdum við húsbyggingu þar til við mundum selja fasteignina okkar. Lánið var 21,7 milj upphaflega tekið í okt ´08. í dag erum við búin að borga 1,7 milj og höfuðstóllinn stendur í 24,8. Eignin okkar hefur lækkað og við höfum ekki náð að selja í 2 ár. Þetta er svo ósanngjarnt og ég neita að trúa öðru en að þetta verði leiðrétt. Viðbótarlífeyrissparnaðurinn er að verða búin, við eigum 4 börn svo ég veit ekki hvernig við förum að þegar hann klárast. Það þarf líka jafnrétti og réttlæti fyrir fjölskyldur sem voru skynsamar. Við erum ekki veðsett upp í topp en það mun verða fljótt þannig ef ekki verður gripið í taumana. Með von um lausnir sem virka.
Valgerður