EKKI MITT VG!
Getur verið að þið í VG séuð svolítið hlægileg? Þið gefið út
bækling um "kynjaða fjárlagastjórn". Það er nefnilega það. Passa á
upp á kvennastörfin við fjárlagagerðina. Sammála. En svo sé ég til
ykkar. Þið rekið sjúkraliðana úr starfi með niðurskurði og setjið
fjármagn í vegagerð fyrir kallana. Rosalega kynjað! Álfheiður sem
þið hafið gert að heilbrigðisráðherra ætlar að fá siðfræðinga til
að réttlæta þetta ranglæti! Þetta sagði hún í
sjónvarpsviðtali. Er þetta stefna VG? Ég kaus VG en ekki þessa
afstöðu. Ég kaus allt annan flokk en þann sem nú er við völd. Þetta
er ekki mitt VG!
Guðrún Sveinsdóttir