EKKI SKEMMT

Blessaður.
Greinalega hefur þú ekki orðið var við að almennir bloggarar eru búnir að spurja þessara sömu spurninga hundrað sinnum, þúsund sinnum, undanfarið án þess að fá svör. Þar sem þú ert þingmaður er eðlilegt að þú spyrjir þar sem svara er að vænta. Svörin færð þú ekki með þessu bloggi svo mikið er víst. Kannski smávægilega athygli í fimmtán mínútur. Þú ert hins vegar í aðstöðu sem fæstir bloggarar eru - þ.e. að þeir einu sem geta gefið svör eru kollegar þínir. Ertu ekki annars þingmaður ennþá? Sennilega þýðir þó lítið að spyrja Jóhönnu. Hún er búin að lýsa því yfir í Kastljósi fyrir alþjóð að hún "sé agndofa" yfir þessu -svo þú skalt reyna við Steingrím frekar. Þú getur líka minnt hann á loforðið sem hann og þið gáfuð okkur vinstri mönnum og þjóðinni allri fyrir kosningar. Hvernig hljómuðu þau annars? Eitthvað um heiðarleika, gagnsæi, allt uppi á borðinu, skjaldborg fyrir heimilin var það ekki? Einhver gekk, meir að segja svo langt að lofa nýju Íslandi! Þig hlægið ykkur væntanlega máttlaus yfir þessum loforðum sem ykkur tókst að matreiða ofan í þjóðina en ekki að halda. En það máttu vita, jafnvel hin agndofa Jóhanna og snúinn Steingrímur, að okkur vinstri mönnum og kjósendum þessarar ríkisstjórna er EKKI SKEMMT.
Margrét Þ. Johnson

Ég bið Margréti afsökunar á því að bréfið hefur beðið birtingar en samhengið voru skrif mín á borð við þessi: http://ogmundur.is/annad/nr/5072/
Kv. Ögmundur

Fréttabréf