ILLSKEYTT ÁRÁS

Sæll Ögmundur.
23. mars segir þú frá skrifum Indriða Þorlákssonar á Smugunni frá deginum áður. Eftir að ég las greinina fór ég að velta tvennu fyrir mér. 1. Hvað vefst fyrir honum Indriða? Nú er Icesave kominn í góðan farveg þar sem allir sætta sig vel við. En þá kemur Indriði með útúrsnúningsgrein um hversu vinstri menn sem börðust á móti upphaflegum Icesave samningum eru vitlausir að halda fram sjónarmiðunum "berjast á móti heimskapítalismanum". 2. Hvað er embættismaður eins og Indriði sem hefur verið lofsamaður fyrir margt og er nokkuð vel liðinn að setja fram grein sem er jafn illa skrifuð og ómálefnaleg eins og þessi grein er. Fyrir mér var þetta bein og fremur illskeytt árás á það vinstri sinnaða fólk sem var á móti upphaflegu Icesave samningunum.
Ágúst Valves Jóhannesson

Fréttabréf