MÓTI EINOKUN - MEÐ FRELSINU!

Það er heilmikið verk að frelsa heiminn og engri einni ríkisstjórn ætlandi svona ofan á margþætt annríki á stóru heimili. Aftur á móti gæti heilmikið unnist fyrir okkar litlu þjóð ef fólkinu væri gefið góðfúslegt leyfi til að bjarga sér sjálft á eigin forsendum og eftir þeim leiðum sem hugur hvers og eins stendur til. Hvernig væri nú Ögmundur að taka þessi orð mín alvarlega og hugsa þau svona í smástund? Það er nefnilega komið svo hér á okkar ágæta Íslandi að þjóðin er komin í óleysanlega? fjötra reglugerða af hinum ýmsa toga. EES báknið helltist yfir okkur á sínum tíma ofan á marga aðra óáran sem okkar eigin stjórnvöld höfðu leitt í lög og bannað flestallt sem ekki var sérstaklega tekið fram að væri leyft. Norðmenn, Rússar og Færeyingar hafa aukið sókn á sín fiskimið og veiða sem aldrei fyrr. Þessar þjóðir komust að því að fiskur er háður ytri aðstæðum og kemur og fer án þess að spyrja exel hætis hót. Aldrei sem nú þurfa Íslendingar á því að halda að virkja allar vinnufúsar hendur. Burt með handjárn exels og reglgerðagirðinga. Ég vil sjá frjálsa Íslendinga í eigin landi. Burt með einokun á auðlindum þjóðarinnar! Þessi pistill um fiskveiðiofstjórn er aðeins einn af mörgum pistlum sem hægt væri að skrifa um hin margvíslegu efni. Hvernig í ósköpunum stendur á því að stjórnvöldum er svona illa við frelsi fólksins til að lifa á eigin forsendum?
Árni Gunnarsson

Fréttabréf