SJÁLFSTÆÐISMENN

Sæll Ögmundur.
Hverjir settu sig jafnan upp á móti hertu skattaeftirliti? Sjálfstæðismenn.
Hverjir bjuggu til regluverkið í viðskiptalífinu? Sjálfstæðismenn.
Hverjir stjórnuðu sölu bankanna? Sjálfstæðismenn.
Hver flutti magnaða ræðu um skattamál hjá lögfræðingum og endurskoðendum 2004? Davíð Oddsson.
Hverjir ráða Samtökum atvinnulífsins? Sjálfstæðismenn.
Hverjir ráða Viðskiptaráði? Sjálfstæðismenn.
Hverjir ráða heildsalasamtökunum? Sjálfstæðismenn.
Hver var með forsætis - og utanríkisráðherra í Prag haustið 2002? Ólafur Stephensen.
Hverjir stjórna Fréttablaðinu? Sjálfstæðismenn.
Hverjir stjórnar Morgunblaðinu? Sjálfstæðismenn.
Hverjir stjórna LÍÚ? Sjálfstæðismenn.
Hverjir vilja einkavæða sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Sjálfstæðismenn.
Hverjir eyðilögðu ríkisútvarpið? Sjálfstæðismenn.
Hverjir bera ábyrgðina á sukkinu í Miðnesheiðinni? Sjálfstæðismenn.
Hverjir fengu flest kúlulánin? Sjálfstæðismenn.
Hverjir fá mestu niðurfellingu skulda? Sjálfstæðismenn.
Hverjir vilja að ríkisstjórnin fari frá völdum strax? Sjálfstæðismenn.
Hverjir telja sig verða að vera við völd? Sjálfstæðismenn.
Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn ná völdum á ný? Sjá svörin hér að ofan.
Og hvað svo?
Bestu kveðjur,
Hafsteinn

Þakka bréfið Hafsteinn. Og þú spyrð, hvað svo? Svar: Þess vegna styð ég ríkisstjórnina. Þrátt fyrir allt.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf