Fara í efni

ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐSLU UM LISTAMANNALAUN

Ég hvet VG til að beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um listamannalaun. Alltaf þegar listamannalaunum er úthlutað kemur upp ágreiningur sem klýfur þjóðina í 2 fylkingar eins og skoðanakannanir sýna. Það er mikilvægt að þjóðin fái að segja skoðun sína í þessu máli á lýðræðislegan hátt.
Pétur
´

Góð hugmynd hjá þér Pétur. Ég er sannfærður um að umræða um mikilvægi íslenskrar menningar myndi verða henni í hag. Ef ekki, þá yrðum við sem viljum styrkja hana og efla að beita okkur enn betur gagnvart þeim sem við ætlumst til að borgi brúsann. Framtíð meningarinnar verður ekki tryggð með forræðishyggju fremur en nokkuð annað í samfélaginu sem skattgreiðendum er ætlað að borga.
Kv.
Ögmundur