VARAÐ VIÐ ANDSTÖÐUGLEÐI

Vita þykist ég um lágstemmdan almennan áhuga ykkar þingmanna um virkjana- og álversframkvæmdir hér á landi. Helst þykir mér það hafa sýnt sig í því alræðisvaldi sem yfirstýra umhverfismála í ríkisstjórninni hefur tekið sér. Persónulega á ég erfitt með að vera ykkur samferða í þessarri miklu andstöðugleði og tel ég síðustu tvær aðgerðir varðturna varðveizlusinna hafa markað frekari spor til að viðhalda viðvarandi atvinnuleysi samfélagsins. Vísa ég þar helst til ákvörðunar um sameiginlegt heildstætt umhverfismat á lagningu Helguvíkurlínu og nú síðast friðlýsingaráform um Gjástykki. Vel er ljóst að valdstaða Landsvirkjunar hefur fúnað sem um munar. Gleði og eftirvænting okkar um að börn framtíðar muni bein í baki, kát og frísk, geta staðið við minjagripasölu á áningastöðum fyrir túrista, seljandi þeim fögur póstkort skartandi grösugum grundum þar sem bæði bú og fiðurfé þrífst með ágætum, seður ekki hungur atvinnuþurfandi einstaklinga þessa samfélags.
Óskar K. Guðmundsson,
fisksali

Fréttabréf