HEIMILI ALNÚGANS EKKI FRIÐHELG!

Þú talar um í nýjustu skrifum þínum að heimilin séu friðhelg, sammála því. En þegar þú talar um heimili sakborninga sem frömdu glæp gagnvart allri þjóðinni séu heilög þá finnst mér þú vera á villigötum. Hræsni og djöfulsskapur þeirra hjóna eins og margra annarra hefur leitt til þess að lögreglan hefur borið út heilu fjölskyldurnar vegna ógoldinna skulda. Hvar er þá friðhelgin? Hvar er þá heilagleikinn? Ég tel að viðhorf þitt beri vitni um að þeir sem eru í efstu lögum samfélagsins skynji ekki og skilji ekki ólguna sem spillingin í stjórnmálunum og þjófnaðurinn úr hagkerfinu hefur kallað yfir þau sem eru í neðstu lögum samfélagsins. Þarna er ég nú samt ekki að tala um að þú sért spilltur eða sért þjófur. Ég vona að þú horfir með augum almúgans þegar þú skrifar þessa grein því ólgan er að verða meiri og meiri, reiðin bullar eins og eldfjallagýgur, fólkið krefst breytinga. Sama hvað, fyrir því er ekkert heilagt til að ná fram breytingum! Ég er sammála þeim.
Ágúst Valves Jóhannesson

Fréttabréf