Fara í efni

LÁGKÚRA MOGGADINDLA

Morgunblaðið gerir sig sekt um að ráðast að embættismanni sem raunar er þegar kominn á eftirlaun. Ég hef aldrei séð jafn lákúrulega málflutning hjá nokkru dagblaði á Íslandi. Í „Staksteinum" gærdagsins er vegið að Indriða H Þorlákssyni með því slíkum fúkyrðum, að hið hálfa væri nóg. Þetta er það alvarlegt að mér finnst það nægt tilefni fyrir fjármálaráðherra að benda á óþverraskap þess blaðs. Lágkúran er algjör .Síðan segir í pistlinum að menn þar á bæ hefðu fagnað því að Indriði væri hættur störfum sem aðstoðamaður Steingríms. Moggadindlarnir ásaka Indriða um að hafa barist fyrir því að þjóðin greiddi alltof háa upphæð vegna Icesave. Þetta vita Moggadindlar, að er hauga lygi. Indriði hefur nákvæmlega engan áhuga fyrir því að sú skuld verði þjóðinni of þungbær. Skuldinni sem núverandi Mogga-ritstjóri arfleiddi þjóðina af, fyrir eiginn aumingjaskap. Aumingjaskap, sem ég hélt að drykkjumenn einir gætu sýnt.
Satt er það og rétt, að Indriði hefur í umboði fjármálaráðherra leitað leiða til að minnka skuldir þjóðarinnar efir óráðsíu Moggaritstjórans. Skattar voru hækkaðir við síðustu álagningu en þeir hafa samt ekki náð þeim hæðum sem skattar voru í lengstum, á forsætisráðherratíma Davíðs Oddsonar. Skattar hafa einmitt aldrei verið eins háir og þeir voru þá. Davíð Oddsson er ótvíræður skattakóngur Íslands. Hann er alveg ótrúlegur aumingjaskapurinn hjá þessu Morgunblaðssnepli, að hjóla ekki bara í stjórnmálamennina, þá Steingrím J Sigfússon og eða í Ögmund Jónasson og ræða við þá um skattamálin og láta í friði æruverðugan eftirlaunamann sem skilað hefur góðu starfi.
Kristbjörn Árnason