LAUNAMENN HLJÓTA AÐ FAGNA
Nú fagna launamenn. Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði
Mannréttindasáttmála Evrópu: Hluti af duldum sköttum sem launamenn
greiða. Launamenn á Íslandi hljóta að fagna því, að ekki er lengur
leyfilegt að láta starfsmenn fyrirtækjanna greiða félagsgjöld
atvinnurekenda til samtaka atvinnurekenda eins og tíðkast hefur um
langt árabil. Ríkið þarf að afnema lög um iðnaðarmálagjald og huga
að endurgreiðslu oftekinna gjalda, að mati Einars S.
Hálfdánarsonar, hæstaréttarlögmanns og löggilds endur-skoðanda.
Hann var lögmaður Varðar Ólafssonar, byggingarmeistara, í máli gegn
íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Því í raun og
veru er þessi skattur, eða með réttu félagsgjöld eigenda
fyrirtækjanna með þeim hætti að þau taka mið af launagreiðslum og
því með réttu skattur sem launamenn borga með vinnu sinni. Með
nákvæmlega sama hætti og tryggningagjöldin sem fyrirtækin
standa skil á er skattur lagður á laun launamanna til að standa
undir félagslega húsnæðilánaskerfinu og
atvinnuleysistryggingasjóði. M.ö.o. atvinnurekendur greiða nánast
enga skatta og hafa aldrei gert. Eftirleiðis verða atvinnurekendur
sjálfir að greiða félagsgjöld sín og óheimilt verður að tengja þau
rekstrinum væntanlega. Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta mál
snertir ríkið. Þetta er bara málefni þessara félagsmanna í samtökum
atvinnurekenda. Að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi er bara
yfirgengilegt og sýnir bara hvað launamenn hafa verið berskjaldaðir
gagnvart atvinnurekendum og óvinveittu ríkisvaldi. Jafnvel
Hæstiréttur gat ekki varið rétt launamanna að þessu leyti.
Kristbjörn Árnason