AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2010
Ég sé að þú ert þeirrar skoðunar að fara þurfi alvarlega yfir
þær staðreyndarvillur sem forsetinn benti á, sem fram komu í
skýrslunni um forsetaembættið. Ég kann mjög vel við tilburði þína
að verja þá sem liggja undir höggi, en forsetinn sér um sig. Mér
finnst óþarfi að þú verjir hann. Hann hefur sýnt það að hann þarf
enga skjaldborg. Embættisfærslur hans í hruninu eru óþolandi og þar
fórst þú fremstur í flokki og gagnrýndir. Þegar það var ekki
vinsælt. Haltu þér við það. Djúp lýðræðisannfæring Ólafs Ragnars
var ekki ástæða fyrir höfnun Icesave samnings. Hann var að bjarga
eigin skinni. Hann gerði það reyndar vel, en það breytir því ekki
að ...
Óháður kjósandi
Lesa meira
Þú talar um í nýjustu skrifum þínum að heimilin séu friðhelg,
sammála því. En þegar þú talar um heimili sakborninga sem frömdu
glæp gagnvart allri þjóðinni séu heilög þá finnst mér þú vera á
villigötum. Hræsni og djöfulsskapur þeirra hjóna eins og margra
annarra hefur leitt til þess að lögreglan hefur borið út heilu
fjölskyldurnar vegna ógoldinna skulda. Hvar er þá friðhelgin? Hvar
er þá heilagleikinn? Ég tel að viðhorf þitt beri vitni um að þeir
sem eru í efstu lögum samfélagsins skynji ekki ...
Ágúst Valves Jóhannesson
Lesa meira
Björgvin er formlega ábyrgur. Ég vona að málið komi fyrir
Landsdóm og það verður að gera það. Björgvin gerir augljós mistök
sem eru þau að segja ekki strax af sér. Flokksforingi hans heldur
honum utan við málaflokkinn (með samþykki forsætisráðherra). Það er
næg ástæða til afsagnar. það er dapurlegt þegar einn helsti
talsmaður umræðustjórnmála Ingibjörg Sólrún) kemur fram sem einn
helsti fulltrúi foringjastjórnmála.
Hrafn Arnarsson
Lesa meira
Veikasti hlekkurinn í rannsóknaskýrslunni virðist vera 8.
bindið, saminn af siðfræðingum og fyrrv. stjórnmálamanni. Þar
virðist mér ónákvæmni vera talsverð. Forseti Íslands hefur bent á
nokkrar staðreyndavillur sem einhverjir fjölmiðlar hafa tekið upp
og gert sér mat úr og í fjölmiðlakaflanum gætir ónákvæmni og
misskilnings. Þar fyrir utan virðast höfundar forðast að halda á
djúpið í skýringum sínum og greiningu en halda sig fremur á
grunnsævi. Það er verra því hér var upplagt tækifæri að greina og
gagnrýna fjölmiðla almennt og fyrir þátt sinn í spuna
fjármálaaflanna. Í skýrslunni er réttlega bent á að fjölmiðlar hér
leggja ekki ...
Ólína
Lesa meira
Það er sannarlega með ólíkindum að fylgjast með umræðunni
"Hrunskúrkur ársins" Margir eru nefndir en þó sumir meira en aðrir.
Hæst er hrópað nafn Davíðs Oddsonar síðan Björgvins Sigurðssonar þá
Geirs H Haarde og jafnvel Ólafs Ragnars Grímssonar. Reyndar hefur
nafn Björgvins verið hrópað svo oft og svo mikið, ekki aðeins af
lýðnum heldur einnig af ráðamönnum sem hafa kosið að nota hann sem
heppilegan blóraböggul til að hylma yfir eigin gerðir, að vesalings
Björgvin er búinn að segja af sér, ekki bara einu sinni heldur
þrisvar. Geri aðrir betur. En mér hefur fundist gleymast í öllum
þessum nornaveiðum hverjir hinir raunverulegu skúrkar voru. Voru
það stjónmálamennirnir, sem sannarlega voru ...
Aðalsteinn Stefánsson
Lesa meira
Hef verið lesa rannsóknaskýrsluna Alþingis. Í fjölmiðlakafla og
siðfræðikafla kemur það mér nokkuð á óvart að hvergi skyldi getið
varnaðarorða, gagnrýni og greiningar sem fram hefur komið á þessari
vefsíðu en hún er jafn gömul einkavæðingu bankanna. Máli mínu til
stuðnings langar mig til að biðja þig að birta aftur grein frá 1.
nóvember 2006 um bankana. Þú matt mjög gjarnan birta svör þín við
bréfi mínu enda varð af mikill hvellur í bloggheimum. Gengu þá fram
menn í málsvörn fyrir bankana sem nú ná ekki upp í nef sér af
hneykslan á siðferðisbresti starfsmanna bankanna og skiptir þá engu
hvort í hlut átti Egill eða Árni...
Ólína
Lesa meira
"Ef þú og andófsliðið í VG getið ekki hagað ykkur einsog fólk,
verið fulltrúar okkar sem treystum ykkur til að standa í lappirnar
þá eigið þið að víkja fyrir varaþingmönnum ykkar." Það eru ekki
alltaf jólin skaut sér í huga minn þegar Sveinn G. setti fram
þessa skoðun sína á síðunni hjá þér. Sveinn G. hefur greinilega
ekki mikið inngrip í stjórnskipan landsins og hefði betur setið við
fótskör ...
Stefán
Lesa meira
Versta fjármálakreppa í seinni tíma sögu Danmerkur ríður nú yfir
í þvísa landi. Þar hefur grunnskólakennari í grunnlaun um 700
þúsund krónur á mánuði, eða um 8 milljónir króna á ári.
Grunnskólakennarar búa sig nú undir mikinn tekjusamdrátt.
Tekjusamdrátturinn danski nemur um 5 þúsund dönskum krónum á ári,
eða 115 þúsund íslenskum krónur, á ári. Verkalýðshreyfingin danska
hefur áhyggjur og veltir fyrir sér aðgerðum enda talið að verið sé
að velta afleiðingum rangra ákvarðana yfirstéttarinnar yfir á
almenning. Ætli útsýnið yfir á Esjuna sé ekki ...
Jóna Guðrún
Lesa meira
....En góðir hlutir gerast hægt á Íslandi, þ.e.a.s. ef ráðmenn
hafa hag að þeim. Til umhugsunar eru hér settar fram þrjár
spurningar. Hvaða stefnumörku er svo lýst svo í yfirlýsingu hvaða
ríkisstjórnar? "Stýrihópurinn hefur unnið drög að verkefnisáætlun
sem skiptist í nokkra meginþætti og fela m.a. í sér víðtækt samráð
um mótun valkosta fyrir framtíðina og þau gildi sem liggja eiga til
grundvallar framtíðarsýn íslensku þjóðarinnar. Þá verður
sérstaklega hugað að lykilþáttum sem aukið geta samkeppnishæfni
landsins." Hvort lýsir eftirfarandi áherslu hægri stjórnar
eða vinstri stjórnar?....
Hafsteinn
Lesa meira
...Að mér læðist sá grunur að þingmenn muni taka á vinnufélögum
sínum með ofurmjúkum silkihönskum og enginn verði dreginn til
ábyrgðar. Ég trúi því nefnilega ekki fyrr en ég tek á því að
siðbótin sé komin inn í sali þingsins. Ég hef enn ekki hitt nokkurn
mann sem treystir nefndinni fullkomlega fyrir þessu vandasama
verki. Í mínum huga kemur aðeins eitt til greina: Við, alþýða þessa
lands sem er hinn raunverulegi vinnuveitandi ykkar, á að skipa þann
dóm sem mun ráða örlögum þeirra sem brugðust þjóðinni á
örlagatímum. Þverskurður þjóðarinnar, fólk úr hinum ýmsu stéttum og
úr dreifðum byggðum landsins á að skipa dóminn, ekki þingmenn sem
munu aldrei geta ...
Árni Þorsteinsson
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum