AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2010

HAFA MENN EKKERT LÆRT?

Ég var að hlusta á Alþingi og furðaði mig á því að eini þingmaður Vinstri grænna sem er með, eftir því sem við best vitum, vonda samvisku úr góðærinu var ykkar fyrsti ræðumaður. (Var það ekki hann sem græddi á hlutabréfasölu úr Sparisjóðnum? Lagði hann einhvern tímann einhverja fjármuni inn í sjóðinn? Ég veit um sjálfstæðismenn sem seldu sína hluti á nafnverði, þannig að ef Árni Þór vildi ekki lengur vera með í Sparisjóðnum hefði hann vel getað skilað peningunum. Upphaflega sparisjóðshugsjónin hafði nefnilega lítið með hlutabréfabrask að gera...
Landspítalastarfsmaður

Lesa meira

BURT MEÐ ALLA KETTI!

...Nú er að fylgja málinu eftir. Það er hárrétt hjá Steingrími og Jóhönnu að nú þarf að þétta raðirnar. Ekkert pláss fyrir ketti í ríkisstjórn. Ef þú og andófsliðið í VG getið ekki hagað ykkur einsog fólk, verið fulltrúar okkar sem treystum ykkur til að standa í lappirnar þá eigið þið að víkja fyrir varaþingmönnum ykkar. Þið eigið að segja af ykkur þingmennsku og hverfa til annarra starfa. Svo einfalt er þetta í mínum huga Ögmundur Jónasson...
Sveinn G.

Lesa meira

NÝJA NEFND TAKK

Rannsóknanefnd Alþingis vann stórvirki. Það get ég fullyrt eftir að hafa lesið nokkur hundruð blaðsíður af skýrslunni um hrunið. Skýrslunni lýkur 8. október 2008. Margt vatn er runnið til sjávar síðan og margt misjafnt hefur gerst. Samingur við Hollendinga og Breta, Icesave I, II og III, einkavæðing bankanna, uppskipting fyrirtækja, starf sérstaks saksóknara, starfsemi skilanefndanna og nýtt Ísland í stjórnarráðinu. Gætir þú ekki beitt þér fyrir því Ögmundur að ...
Jóna Guðrún

Lesa meira

HVAR ER MESTA SÖKIN?

...Í tilefni góðrar greinar þinnar um græðgina, gagnsæis-skortinn og ekki síst hina auð-smalanlegu, þá datt mér í hug að senda þér þýðingu mína á ljóði eftir hið frábæra tyrkneska skáld (rauðhærður, krullaður, bláeygur af pólskum ættum í bland, og með glettið blik í auga) Nazim Hikmet (1902-1963). Hikmet var sósíalisti, sem þurfti að dúsa í um 15 ár samtals í djeilinu í Tyrklandi...en lét aldrei bugast. Hélt alltaf mannlegri reisn og stolti og trúði á eilífa baráttuna gegn forræðisöflunum. Takk fyrir þína ...
Pétur Örn Björnsson

Lesa meira

RANGFÆRLSUR OG RANGHUGMYNDIR

Mat ráðamanna í samfélaginu á mismunandi þjóðfélgshópum ruglaðist algerlega í yfirstandandi hruni. Bankamenn og útrásarvíkingar voru eðalmenni en við, almenningur vorum lægra settur þjóðfélagshópur. Við skuldauppgjör núna í bönkunum eftir hrun þá hefur afstaðan lítið breyst. Við, almenningur eigum  að taka allan skellinn. Við fáum engar afskriftir af okkar lánum og viðhorfið til okkar er enn lítið breytt. Sett eru flókin lög til að sjá til þess að einungis þeir peningar sem eru tapaðir hvort sem er verða afskrifaðir hjá heimilunum sem höfðu ekki snilld í sér til að ...
Sigurður

Lesa meira

ÓMAKLEG SYNDAAFLAUSN?

Þarf ekki að gefa kjósendum kost á að gera upp við fortíð sína með kosningum á grundvelli skýrslunnar? Hver er ábyrgð reyndasta ráðherrans í hruninu, sleppur hún líka á  tæknilegum forsendum? Er verið að reyna að gera Björvin Sigurðsson að syndaaflausn fyrir Samfylkinguna með því að láta hann stíga til hliðar? Er sekt hans þó minni en annarra ráðherra flokksins. Það er rétt hjá Hreini að ...
Heba

Lesa meira

HVERJIR VORU RAUNVERULEGA ÁBYRGIR?

...Það verður auðvelt fyrir Jón Ásgeir og Pálma í Fons og fleiri, að vísa til þessarar niðurstöðu, í eigin málsvörnum. Þeir voru heldur ekki formlega ábyrgir. Almenningur í landinu hefur mestan áhuga á að vita hverjir voru raunverulega ábyrgir. Hverjir sátu í ráðherranefnd um ríkisfjármál og efnahagsmál? Hverjir ferðuðust um heiminn til að tala máli bankanna? Hverjir sátu einkafundi, trúnaðarfundi og neyðarfundi? Eru þeir einstaklingar ekki ábyrgir?
Hreinn K

Lesa meira

SVO SAMFÉLAGS-STRÚKTÚRINN VERÐI EKKI ÉTINN UPP

...Í öðru lagi -og það horfir til framtíðar- þá vil ég vara við því að lagasetjarar og reglugerða-sadistar fái nú leyfi -skotleyfi- að fara hamförum í að setja ólar og bönd á allt mögulegt annað í forræðishyggju sinni. Hér á ég við skrifræðis- og forræðis- valdabríma stofnana ríkisins, með blindum Brussel kyrkingi á heilbrigða og frjóa sköpunar og atvinnugleði fólks. Traust býr til traust, svona að öllu jöfnu, í samfélagi okkar mannfólksins...
Pétur Örn Björnsson

Lesa meira

BÓFARNIR SLEPPA

...Hvers vegna ætli allir útrásarvíkingarnir og kúlulánaþegarnir þurfi ekki að fara í gegnum svona síur varðandi afskriftir? Það er bara almenningur sem er settur í gegnum svona síu en bófarnir sleppa og eru hvítþvegnir sýnist manni, ganga lausir og eru í góðum málum bæði hér heima og erlendis, búa í dýrum húsum með dýra bíla í hlaðinu hjá sér.
Sigurður Sigurðsson

Lesa meira

BURT MEÐ LEIKSTJÓRANA!

Þakka þér Ögmundur fyrir að þora að fylgja eigin sannfæringu og ekki síst fyrir að þora að hafa afgerandi afstöðu til m.a. spillingarmála á Íslandi. Það hvíir mikill doði yfir þjóðinni um þessar mundir en þú hefur verið duglegur við að reyna að hrista hugmyndafræðilega upp í okkur. Of margir Íslendingar hafa tekið boði í hlutverk eftir Ibsen þar sem raunveruleikinn er þeim ofviða en nú er kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann og reka leikstjórnendur eins og ...
Þórunn Rakel Gylfadóttir

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar