NÝ STAÐA Í ICESAVE

Sæll Ögmundur.
Fjármálaráðherra metur stólinn meira fyrir sig en sjónarmið flokksins því miður og því ætti að kalla saman miðstjórn nú þegar og slíta þessu samstarfi. Það má vera að skipta þurfi um formann í flokknum úr því að hann getur ekki farið eftir lögðum línum miðstjórnar heldur læðist á vítateig sátta. Enn alvarlegra er sú staðreynd að áfram skuli unnið að greiðslusamningum um Icesafe þótt komin sé upp ný staða með það mál þar sem eigendur bankanna hreinlega stálu fénu og því ekki kerfishrun eins og forsendur Alþingis byggðust á við endurgreiðslu á Icesafe. Ég get ekki samþykkt það að nokkurt ríki krefji okkur um skaðabætur vegna þjófnaðar innan bankakerfisins þar sem engin fordæmi eru fyrir slíku erlendis heldur verði kröfuhafar að snúa sér beint að eigendum bankanna.Það er því von mín að strax eftir helgina verði þessi óskapnaður stöðvaður og Alþingi skoði hina nýju stöðu málsins.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf