ÓLÖGLEG SKÚFFA?

Sæll Ögmundur.
Ég er laganemi með mikinn áhuga á Evrópurétti og EES-rétti. Ég furða mig mikið á því að stjórnvöld ætli að leyfa Magma Energy að kaupa í HS orku þar sem það virðist svo greinilega ganga gegn EES-rétti. Mig langaði að benda á grein eftir Elviru Méndez Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands, þar sem hún bendir á að fjárfestingar í gegnum skúffufyrirtæki líkt og hjá Magma Energy ganga gegn ESB/EES rétti. Elvira rekur hvers vegna svo sé og bendir á nokkra dóma Evrópudómstólsins sem staðfesta þetta. Greinina má finna hér: http://elvira.blog.is/blog/elvira/entry/1031681/
Kveðja, Sara

Fréttabréf