Fara í efni

UM RÁÐHERRA-FÆKKUN OG SPARNAÐ

Nú á að fækka ráðuneytum um þrjú held ég. Eins og fjármálaráðherrann lýsti þessi í hádegisfréttunum var markmiðið að ná fram sparnaði og tiltók að hver maður gæti séð að þá verða færri ráðherrar á launaskrá. Hljómar þetta samt ekki eitthvað ankannalega? Þarf ekki að grafa eitthvað dýpra til að ná fram sparnaði í ríkisrekstri? Ef fækkun ráðherra er svona snjöll sparnaðarhugmynd af hverju að láta staðar numið þarna? Mín skoðun er nú samt að menn hljóti að hafa hugsað þetta dýpra, en þetta sparnaðarorðalag sé svona kynningartaktík. Menn vilja trúlega tjá sig með skýrum og einföldum hugtökum sem fólk skilur. Að skera niður í ráðherralaunum er slík hugmynd. Það mætti nefna fleiri dæmi um þessa taktík í kynningu. Það sem er alvarlegt við þetta er hvað þetta segir okkur um lýðræðislega umræðu. Það er kastað fram einhverju bulli í pöpulinn og pólitísk umræða mótast af því í framhaldinu. Hin raunverulegu rök koma aldrei fram. Það þýðir líka að stjórnmálamenn verja aldrei gerðir sínar. Það má taka dæmi af því þegar 16 milljarðar af skattfé voru settir í tryggingafélag í vandræðum, til að forða því frá að fara á hausinn. Ég gef mér að menn hafi skoðað öll þau mál í þaula þó yfirlýsingin sem gefin var opinberlega væri einföld: það væri dýrara að láta þá ekki hafa peninginn. Menn svara bara út í hött og gera ráð fyrir að fá frið fyrir spurningum. Þetta er hámark valdhrokans.
Gústaf