AÐ HRUNI KOMINN Maí 2010

ÁHERSLA Á AÐ VERA Á MÁLEFNI EKKI MÁLSVARA

Mér sýnist íslensk stjórnvöld vera að gera ein mistök er varða umsókn Íslands að Evrópusambandið (ESB). Þannig er að í Íslandssögu 19. og 20. aldar skiptu einstakir leiðtogar alltaf mun meira máli en innihald þeirra stjórnarmála sem um var að tefla. Íslendingar hafa alltaf tekið afstöðu frekar til stjórnmálaleiðtoga, trúarleiðtoga og uppeldisfrömuða fremur en til málefna, eins og hér kemur fram. Hið sama mun og gilda um EES þar sem ekki var þjóðaratkvæðagreiðsla en persónustjórnmál munu hafa ráðið þar úrslitum. Hver las annars ...
Kjartan Emil Sigurðsson

Lesa meira


EINU SINNI VAR BÓNDI...

...Hann var dugnaðarforkur og safnaði heyjum á hverju ári umfram það sem hann þurfti. Byggði úr þeim sátur miklar og tyrfði yfir og kallaði fyrningar. Hugsaði gott til glóðarinnar að nota fyrningar í heybresti. Eitt árið kom pest í féð og varð úr fellir. Fækkaði fénu um helming. Húsfreyja kom að máli við bónda og kvað nauðsynlegt að selja fyrningar og efla bústofninn. Að öðrum kosti gæti hún ekki fætt börnin og klætt. Bóndinn vildi ekki heyra á það minnst. Fyrningar skyldi nota þegar tún kæli eða hey yrðu lítil. Þetta væri trygging til framtíðar. Réði bóndi þessu og safnaði hann fyrningum sem aldrei fyrr, þar sem bústofninn hafði minnkað. En börnin sultu og fátæktin barði að dyrum.
Í nútíma útfærslu skiptum við út orðinu fyrningar fyrir ...
Hreinn K

Lesa meira

NÓG KOMIÐ AF SVIKUM!

Ég vil taka undir bréf Guðjóns Jenssonar: ÞÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN, Gunnars Skúla Ármannssonar: ÍSLAND GÆTI ORÐIÐ NÝLENDURÍKI og Þórs Gunnlaugssonar: NÝ STAÐA Í ICESAVE. Þeir hittu naglann á höfuðið. Það er ömurlegt hvað þessi svokalla ´velferðarstjórn´ eða vinstri stjórn hefur illilega brugðist okkur. Nú erum við í miðri landsölu, Ögmundur, og ófyrirgefanlegt að þið skulið ekki hafa brugðist við miklu fyrr. Hvernig getið þið kallað ykkur ´velferðarstjórn´ og stutt helstefnu AGS, sem vinnur hörðum höndum, hvar sem þeir komast inn í lönd, við að einkavæða allar auðlindir og ríkisfyrirtæki landa??? Þið hljótið að vita að þeir vinna fyrir auðmenn og bankamenn og stórveldi. Hví styðjið þið AGS-, EU, ICESAVE- LANDSÖLUSTJÓRNINA??? Þið getið ekkert blekkt okkur með því að ...
Elle

Lesa meira

EINOKUNAR-VERSLUN AÐ NÝJU

...Ef við leikum okkur aðeins með hugtök og setjum Einokunarverslun Dana á Íslandi 1602-1787 í staðinn fyrir Magma Energy, myndu þá Sjálfstæðismenn vera jafn brattir í þessum málum og þeir virðast hafa sýnt? Braskaranir sem standa á bak við Magma gætu alveg eins verið að bjóða Íslendingum upp á einokun eins og hún var verst fyrir 220-410 árum. Íslendingar eiga eftir hugmyndum þeirra að taka á sig stofnkostnað og bjóða á þessum kumpánum upp á kúlulán í boði Sjálfstæðisflokksins í Keflavík. Ekki eina einastu krónu á að greiða fyrir aðganginn að orkuforða þjóðarinnar sem fólginn er í jarðhita landsins. Yfirtekin eru lán Geysir Green að nafninu til sem í dag virðist ekki vera sérlega fjárhagslega burðugt. En Magma virðist ...
Guðjón Jensson

Lesa meira

TILLAGA Í ATVINNUMÁLUM

...Ríkissjóður myndi greiða lífeyrissjóðunum þau iðgjöld sem borist hefðu af þessu fólki þessi næstu tvö ár. Í stað þeirra starfa sem þá losnuðu yrðu fyrirtækin að ráða ungt fólk af atvinnuleysisskrám í stað eldra fólksins. Það er miklu ódýrara að greiða lífeyrissjóðunum þessi iðgjöld heldur en að hafa sama fjölda á atvinnuleysisbótum. Auk þess að þetta fólk færi þá að greiða skatta og skyldur.
Venjulegur árgangur Íslendinga er nálægt 4200 einstaklingar en þeir árgangar sem þarna er um að ræða eru óvenju stórir. Varlega mætti áætla að ...
Kristbjörn Árnason

Lesa meira

ÞÁ VAR LÍKA ALLT ÆÐISLEGT

Þegar AGS hefur lokið sér af, verður búið að breyta einkaskuldum í íslenskum krónum í gjaldeyrislán með ríkisábyrgð. Sennileg niðurstaða er skuldaaukning ríkisins uppá 1000 milljarða í gjaldeyri. Undir því munum við aldrei rísa, en "erlendir fjárfestar" eiga góða daga í vændum. Kaup skuldabréfa af Seðlabanka Lúxemborgar sem okkur er sagt að hafi öll verið með ríkisábyrgð eru gerð að kröfu AGS og framhjá gjaldeyrishöftum. Við stefnum í að verða nýlenda fjármálaafla. Stöðugar ...
Hreinn K

Lesa meira

NÚ ÞARF FRÁBÆRA FLOKKINN!

...Það er löngu ljóst að þú átt enga samleið með þessum ákvörðunarfælnu Grænjöxlum sem þú hefur kennt þig við fram að þessu. Við, fólkið í landinu þurfum ekki fólk á þingi sem sérhæfir sig í að taka mál til skoðunar þegar skaðinn er skeður. Það er nefnilega svo að það er of seint í rassinn gripið þegar búið er að gera í buxurnar. Þetta vita flestir. Það sem þú þarft að gera núna er að fara fram á eigin forsendum, fá með þér gott fólk og stofna eigin flokk. Þú gætir kallað hann "Frábæra Flokkinn". Og það ...
Aðalsteinn

Lesa meira


Á FLEYGFIFERÐ Á FL SPORINU

Ég vil þakka þér greinina um söluna á HS og er ánægður með viðbrögð lesendabréfanna líka. Sjálfur vil ég bæta við og spyrja hvaða greinarmun við eigum að gera milli þeirra fjárfestingafyrirtækja sem hafa komið að íslenska orkugeiranum síðustu ár við núverandi umgjörð viðskiptalífsins. Þá vísa ég til þess kerfis þar sem menn fjárfesta úr kommóðuskúffum og gegnum leppa. Hugleiðum þessa sögu: Fyrst er Ásgeir Margeirsson hjá OR og gætir hagsmuna skattgreiðenda sem starfsmaður opinbers fyrirtækis. Svo er sami maður kominn til Geysir Green og vill taka yfir verkefni OR í nafni fjárfesta. Hann er sá eini sem ...
Loftur

Lesa meira

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: BALLERI-BRELLAN

Vopnasali til “heppilegra” herstjóra i Afríku að undirlagi CIA og stoltur útgerðarstjóri eigin” öryggissveita” til heppilegra manndrápa m.a. í Sómalíu, gerðist Íslandsvinur 2019. Michele Ballarín er hörkukvendið, sú sem keypti flugfreyjubúninga WOW 2019 ( þó án innihalds) og hélt að flugfélag fylgdi með í tombóluverði. Boðaði þvi ný flugtök WOW um jól en graut skorti i skálina, vængi á fuglinn. Nýkveikt ást ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar