AÐ HRUNI KOMINN Maí 2010

ÁHERSLA Á AÐ VERA Á MÁLEFNI EKKI MÁLSVARA

Mér sýnist íslensk stjórnvöld vera að gera ein mistök er varða umsókn Íslands að Evrópusambandið (ESB). Þannig er að í Íslandssögu 19. og 20. aldar skiptu einstakir leiðtogar alltaf mun meira máli en innihald þeirra stjórnarmála sem um var að tefla. Íslendingar hafa alltaf tekið afstöðu frekar til stjórnmálaleiðtoga, trúarleiðtoga og uppeldisfrömuða fremur en til málefna, eins og hér kemur fram. Hið sama mun og gilda um EES þar sem ekki var þjóðaratkvæðagreiðsla en persónustjórnmál munu hafa ráðið þar úrslitum. Hver las annars ...
Kjartan Emil Sigurðsson

Lesa meira


EINU SINNI VAR BÓNDI...

...Hann var dugnaðarforkur og safnaði heyjum á hverju ári umfram það sem hann þurfti. Byggði úr þeim sátur miklar og tyrfði yfir og kallaði fyrningar. Hugsaði gott til glóðarinnar að nota fyrningar í heybresti. Eitt árið kom pest í féð og varð úr fellir. Fækkaði fénu um helming. Húsfreyja kom að máli við bónda og kvað nauðsynlegt að selja fyrningar og efla bústofninn. Að öðrum kosti gæti hún ekki fætt börnin og klætt. Bóndinn vildi ekki heyra á það minnst. Fyrningar skyldi nota þegar tún kæli eða hey yrðu lítil. Þetta væri trygging til framtíðar. Réði bóndi þessu og safnaði hann fyrningum sem aldrei fyrr, þar sem bústofninn hafði minnkað. En börnin sultu og fátæktin barði að dyrum.
Í nútíma útfærslu skiptum við út orðinu fyrningar fyrir ...
Hreinn K

Lesa meira

NÓG KOMIÐ AF SVIKUM!

Ég vil taka undir bréf Guðjóns Jenssonar: ÞÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN, Gunnars Skúla Ármannssonar: ÍSLAND GÆTI ORÐIÐ NÝLENDURÍKI og Þórs Gunnlaugssonar: NÝ STAÐA Í ICESAVE. Þeir hittu naglann á höfuðið. Það er ömurlegt hvað þessi svokalla ´velferðarstjórn´ eða vinstri stjórn hefur illilega brugðist okkur. Nú erum við í miðri landsölu, Ögmundur, og ófyrirgefanlegt að þið skulið ekki hafa brugðist við miklu fyrr. Hvernig getið þið kallað ykkur ´velferðarstjórn´ og stutt helstefnu AGS, sem vinnur hörðum höndum, hvar sem þeir komast inn í lönd, við að einkavæða allar auðlindir og ríkisfyrirtæki landa??? Þið hljótið að vita að þeir vinna fyrir auðmenn og bankamenn og stórveldi. Hví styðjið þið AGS-, EU, ICESAVE- LANDSÖLUSTJÓRNINA??? Þið getið ekkert blekkt okkur með því að ...
Elle

Lesa meira

EINOKUNAR-VERSLUN AÐ NÝJU

...Ef við leikum okkur aðeins með hugtök og setjum Einokunarverslun Dana á Íslandi 1602-1787 í staðinn fyrir Magma Energy, myndu þá Sjálfstæðismenn vera jafn brattir í þessum málum og þeir virðast hafa sýnt? Braskaranir sem standa á bak við Magma gætu alveg eins verið að bjóða Íslendingum upp á einokun eins og hún var verst fyrir 220-410 árum. Íslendingar eiga eftir hugmyndum þeirra að taka á sig stofnkostnað og bjóða á þessum kumpánum upp á kúlulán í boði Sjálfstæðisflokksins í Keflavík. Ekki eina einastu krónu á að greiða fyrir aðganginn að orkuforða þjóðarinnar sem fólginn er í jarðhita landsins. Yfirtekin eru lán Geysir Green að nafninu til sem í dag virðist ekki vera sérlega fjárhagslega burðugt. En Magma virðist ...
Guðjón Jensson

Lesa meira

TILLAGA Í ATVINNUMÁLUM

...Ríkissjóður myndi greiða lífeyrissjóðunum þau iðgjöld sem borist hefðu af þessu fólki þessi næstu tvö ár. Í stað þeirra starfa sem þá losnuðu yrðu fyrirtækin að ráða ungt fólk af atvinnuleysisskrám í stað eldra fólksins. Það er miklu ódýrara að greiða lífeyrissjóðunum þessi iðgjöld heldur en að hafa sama fjölda á atvinnuleysisbótum. Auk þess að þetta fólk færi þá að greiða skatta og skyldur.
Venjulegur árgangur Íslendinga er nálægt 4200 einstaklingar en þeir árgangar sem þarna er um að ræða eru óvenju stórir. Varlega mætti áætla að ...
Kristbjörn Árnason

Lesa meira

ÞÁ VAR LÍKA ALLT ÆÐISLEGT

Þegar AGS hefur lokið sér af, verður búið að breyta einkaskuldum í íslenskum krónum í gjaldeyrislán með ríkisábyrgð. Sennileg niðurstaða er skuldaaukning ríkisins uppá 1000 milljarða í gjaldeyri. Undir því munum við aldrei rísa, en "erlendir fjárfestar" eiga góða daga í vændum. Kaup skuldabréfa af Seðlabanka Lúxemborgar sem okkur er sagt að hafi öll verið með ríkisábyrgð eru gerð að kröfu AGS og framhjá gjaldeyrishöftum. Við stefnum í að verða nýlenda fjármálaafla. Stöðugar ...
Hreinn K

Lesa meira

NÚ ÞARF FRÁBÆRA FLOKKINN!

...Það er löngu ljóst að þú átt enga samleið með þessum ákvörðunarfælnu Grænjöxlum sem þú hefur kennt þig við fram að þessu. Við, fólkið í landinu þurfum ekki fólk á þingi sem sérhæfir sig í að taka mál til skoðunar þegar skaðinn er skeður. Það er nefnilega svo að það er of seint í rassinn gripið þegar búið er að gera í buxurnar. Þetta vita flestir. Það sem þú þarft að gera núna er að fara fram á eigin forsendum, fá með þér gott fólk og stofna eigin flokk. Þú gætir kallað hann "Frábæra Flokkinn". Og það ...
Aðalsteinn

Lesa meira


Á FLEYGFIFERÐ Á FL SPORINU

Ég vil þakka þér greinina um söluna á HS og er ánægður með viðbrögð lesendabréfanna líka. Sjálfur vil ég bæta við og spyrja hvaða greinarmun við eigum að gera milli þeirra fjárfestingafyrirtækja sem hafa komið að íslenska orkugeiranum síðustu ár við núverandi umgjörð viðskiptalífsins. Þá vísa ég til þess kerfis þar sem menn fjárfesta úr kommóðuskúffum og gegnum leppa. Hugleiðum þessa sögu: Fyrst er Ásgeir Margeirsson hjá OR og gætir hagsmuna skattgreiðenda sem starfsmaður opinbers fyrirtækis. Svo er sami maður kominn til Geysir Green og vill taka yfir verkefni OR í nafni fjárfesta. Hann er sá eini sem ...
Loftur

Lesa meira

Frá lesendum

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ...
Ársæll

Lesa meira

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála.
Jóel A.

Lesa meira

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/
B
aldvin Nielsen

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“. Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar