AÐ HRUNI KOMINN Maí 2010


ÍSLAND GÆTI ORÐIÐ NÝLENDURÍKI

...Við erum að bregðast og salan á HS Orku er eitt augljósasta dæmið um það. Ég hef á tilfinningunni að allt sem gerist í dag í þjóðmálunum sé velþóknanlegt í huga stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar.(mínus kettina)Það sem gerist má maður ekki vera á móti því það er í boði vinstri stjórnar, stuðningsmennirnir vilja ekki styggja stjórnina og telja sér trú um að það sem gerist sé vinstri stefna eða illskásti kosturinn. Í raun bara stefna AGS. Ástæðan fyrir þögn hægri manna er að um er að ræða hægri stefnu í raun. Fólk verður að fara að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið annars verðu Ísland orðið nýlenda fyrr en varir.
Gunnar Skúl Ármannsson

Lesa meira

NÝ STAÐA Í ICESAVE

...Fjármálaráðherra metur stólinn meira fyrir sig en sjónarmið flokksins því miður og því ætti að kalla saman miðstjórn nú þegar og slíta þessu samstarfi. Það má vera að skipta þurfi um formann í flokknum úr því að hann getur ekki farið eftir lögðum línum miðstjórnar heldur læðist á vítateig sátta. Enn alvarlegra er sú staðreynd að áfram skuli unnið að greiðslusamningum um Icesafe þótt komin sé upp ný staða með það mál þar sem eigendur bankanna hreinlega stálu fénu og því ekki kerfishrun eins og ...
Þór Gunnlaugsson

Lesa meira

ÞÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN

Mikið er eg sammála þér varðandi þetta Magma mál. Það er mikil pólitísk skítalykt af þessu máli og á ferðinni einhverjar furðulegar bókhaldsbrellur. Forsögu þessa máls má rekja nokkra áratugi aftur í tímann: Fyrir nær 2 áratugum var fyrirtækið Jarðboranir einkavætt fyrst að hluta og síðar að öllu leyti. Yfir þúsund einstaklinga voru hluthafar og greiddu með beinhörðum peningum. Síðar keyptu ýmsir athafnamenn stóra hluti í fyrirtækinu, sjálfsagt fyrir lánsfé og má þar nefna ...
Guðjón Jensson

Lesa meira

ÓLÖGLEG SKÚFFA?

...Ég furða mig mikið á því að stjórnvöld ætli að leyfa Magma Energy að kaupa í HS orku þar sem það virðist svo greinilega ganga gegn EES-rétti. Mig langaði að benda á grein eftir Elviru Méndez Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands, þar sem hún bendir á að fjárfestingar í gegnum skúffufyrirtæki líkt og hjá Magma Energy ganga gegn ESB/EES rétti. Elvira rekur hvers vegna svo sé og bendir á nokkra dóma Evrópudómstólsins sem staðfesta þetta. Greinina má finna hér...
Sara

Lesa meira


LÁTIÐ EINKA-GEIRANN Í FRIÐI!

Ég sagði einu sinni fyrir löngu þegar þú byrjaðir þinn pólitíska feril á alþingi, "þennan mann vil ég sjá í stjórn" , "Af hverju?" spurði félagi minn. Svar mitt var einfald. "sjá hann standa við stóru orðinn í verki" Nú hef ég séð það og orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þú fékkst allt sem þú baðst um og hljópst svo frá því. Þín stóru orð eru nú sem loft í mínum heyru eftir aðgerðir þínar síðustu ár í ríkisstjórn og meðlimur í einum stjórnarflokknum. Er ekki tími til kominn að þú dragir þig algerlega út úr stjórnmálum þar sem málfluttningur þinn hefur borið skipsbrot. Mín reynsla af afskiptum stjórnvalda hefur valdið mér ...
Símon Jónsson

Lesa meira

HUGEIÐING ÖÐRUM TIL STUÐNINGS

...Kannski er gott að þjálfa langömmur upp í "Undirbúning fyrir ævistarfið" á þessum síðustu og verstu tímum. Fólk sem unnið hefur ummönnunarstörf veit hve miklu máli það skiptir fyrir líkamlega og andlega heilsu að fá að halda mannlegri reisn sinni. Ég vildi senda þessa hugleiðingu frá mér með von um að fleiri þurfi ekki að láta svona nokkuð yfir sig ganga. Stundum er fólk þannig statt í lífinu að það getur ekki varið sig, við skulum hafa það í huga. Mér finnst þetta ömurleg kveðja frá samfélaginu mínu eftir langa starfsævi!... 
Arndís R. Magnúsdóttir,
langamma

Lesa meira

STEFNUSKRÁIN?

Sögulegt hlutverk VG virðist vera að kæfa andstöðu gegn AGS, baráttu gegn erlendum ítökum á Íslandi, gegn valdatöku fjármálaaflanna, og einkavæðingu banka án umræðu. Koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu, opna stjórnsýslu, heiðarleika í stjórnkerfinu. Hjálpa til við umsókn í ESB, við Icesave-kúgunina, braskvæðingu mengunarkvóta, niðurbroti fátækra fjölskyldna, okurvæðingu í lánakerfinu. Er þetta allt í stefnuskrá ...
Hreinn K

Lesa meira

EKKI FARA Í GAMLA FARIÐ!

Ólof Nordal, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagðist í morgunþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, vilja kosningar sem fyrst. Núverandi ríkisstjórn sé ekki nógu góð því að það "sér í ágreininiginn" sagði hún. Það er nokkuð til í því hjá Ólöfu og það er líka staðreynd að á sínum tíma  "sá ekki í ágreininginn" hjá þeim Davíð og Halldóri og lítið hjá þeim Geir og Sólrúnu. Öll plástruð í bak og fyrir. Allt í leyni. Allt sukkið og svínaríið í leyni. Viljum við það? Viljum við ekki frekar ...
Sunna Sara

Lesa meira

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: BALLERI-BRELLAN

Vopnasali til “heppilegra” herstjóra i Afríku að undirlagi CIA og stoltur útgerðarstjóri eigin” öryggissveita” til heppilegra manndrápa m.a. í Sómalíu, gerðist Íslandsvinur 2019. Michele Ballarín er hörkukvendið, sú sem keypti flugfreyjubúninga WOW 2019 ( þó án innihalds) og hélt að flugfélag fylgdi með í tombóluverði. Boðaði þvi ný flugtök WOW um jól en graut skorti i skálina, vængi á fuglinn. Nýkveikt ást ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar