AÐ HRUNI KOMINN Maí 2010


ÍSLAND GÆTI ORÐIÐ NÝLENDURÍKI

...Við erum að bregðast og salan á HS Orku er eitt augljósasta dæmið um það. Ég hef á tilfinningunni að allt sem gerist í dag í þjóðmálunum sé velþóknanlegt í huga stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar.(mínus kettina)Það sem gerist má maður ekki vera á móti því það er í boði vinstri stjórnar, stuðningsmennirnir vilja ekki styggja stjórnina og telja sér trú um að það sem gerist sé vinstri stefna eða illskásti kosturinn. Í raun bara stefna AGS. Ástæðan fyrir þögn hægri manna er að um er að ræða hægri stefnu í raun. Fólk verður að fara að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið annars verðu Ísland orðið nýlenda fyrr en varir.
Gunnar Skúl Ármannsson

Lesa meira

NÝ STAÐA Í ICESAVE

...Fjármálaráðherra metur stólinn meira fyrir sig en sjónarmið flokksins því miður og því ætti að kalla saman miðstjórn nú þegar og slíta þessu samstarfi. Það má vera að skipta þurfi um formann í flokknum úr því að hann getur ekki farið eftir lögðum línum miðstjórnar heldur læðist á vítateig sátta. Enn alvarlegra er sú staðreynd að áfram skuli unnið að greiðslusamningum um Icesafe þótt komin sé upp ný staða með það mál þar sem eigendur bankanna hreinlega stálu fénu og því ekki kerfishrun eins og ...
Þór Gunnlaugsson

Lesa meira

ÞÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN

Mikið er eg sammála þér varðandi þetta Magma mál. Það er mikil pólitísk skítalykt af þessu máli og á ferðinni einhverjar furðulegar bókhaldsbrellur. Forsögu þessa máls má rekja nokkra áratugi aftur í tímann: Fyrir nær 2 áratugum var fyrirtækið Jarðboranir einkavætt fyrst að hluta og síðar að öllu leyti. Yfir þúsund einstaklinga voru hluthafar og greiddu með beinhörðum peningum. Síðar keyptu ýmsir athafnamenn stóra hluti í fyrirtækinu, sjálfsagt fyrir lánsfé og má þar nefna ...
Guðjón Jensson

Lesa meira

ÓLÖGLEG SKÚFFA?

...Ég furða mig mikið á því að stjórnvöld ætli að leyfa Magma Energy að kaupa í HS orku þar sem það virðist svo greinilega ganga gegn EES-rétti. Mig langaði að benda á grein eftir Elviru Méndez Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands, þar sem hún bendir á að fjárfestingar í gegnum skúffufyrirtæki líkt og hjá Magma Energy ganga gegn ESB/EES rétti. Elvira rekur hvers vegna svo sé og bendir á nokkra dóma Evrópudómstólsins sem staðfesta þetta. Greinina má finna hér...
Sara

Lesa meira


LÁTIÐ EINKA-GEIRANN Í FRIÐI!

Ég sagði einu sinni fyrir löngu þegar þú byrjaðir þinn pólitíska feril á alþingi, "þennan mann vil ég sjá í stjórn" , "Af hverju?" spurði félagi minn. Svar mitt var einfald. "sjá hann standa við stóru orðinn í verki" Nú hef ég séð það og orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þú fékkst allt sem þú baðst um og hljópst svo frá því. Þín stóru orð eru nú sem loft í mínum heyru eftir aðgerðir þínar síðustu ár í ríkisstjórn og meðlimur í einum stjórnarflokknum. Er ekki tími til kominn að þú dragir þig algerlega út úr stjórnmálum þar sem málfluttningur þinn hefur borið skipsbrot. Mín reynsla af afskiptum stjórnvalda hefur valdið mér ...
Símon Jónsson

Lesa meira

HUGEIÐING ÖÐRUM TIL STUÐNINGS

...Kannski er gott að þjálfa langömmur upp í "Undirbúning fyrir ævistarfið" á þessum síðustu og verstu tímum. Fólk sem unnið hefur ummönnunarstörf veit hve miklu máli það skiptir fyrir líkamlega og andlega heilsu að fá að halda mannlegri reisn sinni. Ég vildi senda þessa hugleiðingu frá mér með von um að fleiri þurfi ekki að láta svona nokkuð yfir sig ganga. Stundum er fólk þannig statt í lífinu að það getur ekki varið sig, við skulum hafa það í huga. Mér finnst þetta ömurleg kveðja frá samfélaginu mínu eftir langa starfsævi!... 
Arndís R. Magnúsdóttir,
langamma

Lesa meira

STEFNUSKRÁIN?

Sögulegt hlutverk VG virðist vera að kæfa andstöðu gegn AGS, baráttu gegn erlendum ítökum á Íslandi, gegn valdatöku fjármálaaflanna, og einkavæðingu banka án umræðu. Koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu, opna stjórnsýslu, heiðarleika í stjórnkerfinu. Hjálpa til við umsókn í ESB, við Icesave-kúgunina, braskvæðingu mengunarkvóta, niðurbroti fátækra fjölskyldna, okurvæðingu í lánakerfinu. Er þetta allt í stefnuskrá ...
Hreinn K

Lesa meira

EKKI FARA Í GAMLA FARIÐ!

Ólof Nordal, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagðist í morgunþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, vilja kosningar sem fyrst. Núverandi ríkisstjórn sé ekki nógu góð því að það "sér í ágreininiginn" sagði hún. Það er nokkuð til í því hjá Ólöfu og það er líka staðreynd að á sínum tíma  "sá ekki í ágreininginn" hjá þeim Davíð og Halldóri og lítið hjá þeim Geir og Sólrúnu. Öll plástruð í bak og fyrir. Allt í leyni. Allt sukkið og svínaríið í leyni. Viljum við það? Viljum við ekki frekar ...
Sunna Sara

Lesa meira

Frá lesendum

TIL ÓLAFSVÍKUR HÖLDUM

Til Ólafsvíkur leggjum leið
líka fólk í hrönnum
Á Skerið liggur gata greið
og kvótamál þar könnum.

Landsbyggðin vill lífsins njóta
í líkingu við Reykjavík
Við köllum til baka gjafa kvóta
og kynnumst því að verða rík.
Höf. Pétur Hraunfjörð.

 

 

Lesa meira

NÚ ER ÞAÐ OSCE, ERU ENGIN TAKMÖRK FYRIR TVÍSKINNUNGI?

Mér sýnist fjölmiðlar, sumir hverjir alla vega, ætlist til að við gleðjumst yfir að alþjóðastofnunin hennar Ingibjargar Sólrúnar, OSCE, ætli “að aðstoða” í Klaustursmálinu; engu skuli til sparað svo við fáum endurheimt sjáfsvirðingu okkar. Að vísu svolítið skrítið að fá þessa “sérfræðinga” núna til að rífa ofan af sári sem kannski var að gróa. Steingrímur forseti þingsins mætti - ekkert mjög óhamingjusamur - í fréttir Sjónvarps til að andvarpa yfir syndugum mönnum. En fyrirgefið, sá yðar sem syndlaus er … og var fjármálaráðherrann, yfirmaður skattamála í landinu, ekki í Panamaskjölunum; er sjávarútvegsráðherrann ekki “okkar maður” Samherja … og er VG ekki að ...
Ársæll

Lesa meira

GUNNAR SMÁRI KEMUR Á ÓVART

Ég sótti fund þinn í Þjóðmenningarhúsinu um kvótann fyrir skömmu. Fyrir fundinn fannst mér það orka tvímælis að fá Gunnar Smára Egilsson, sósíalistaforingja, til að flytja höfuðerindið á fundinum. Ég verð hins vegar að segja að mér þótti hann gera þetta mjög vel, ný og góð og róttæk nálgun. Ekkert galdrabrennutal en krafa um uppstokkun á kerfinu í anda yfirskrifatar fundarins: Kvótann heim! Þessu er ég sammála.
Jóel A.

Lesa meira

GÓÐ UPPRIFJUN, GÓÐ SPURNING!

Afhverju var þessu máli ekki áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma sem fjallað var um í þessari grein ,,Kvótakerfið hangir á bláþræði'' fyrir bráðum 14 árum ? Úgerðarmenn þorðu ekki með málið lengra því Hæstarréttur hefði líklega staðfest dóminn sem hefði líklega framkallað bankahrun 2 árum áður en bankahrunið varð flestum ljóst í okt. 2008 https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1067864/
B
aldvin Nielsen

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“. Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar