AÐ HRUNI KOMINN Júní 2010
Ekki virðist hafa verið dugur í fólki að taka afstöðu til
aðildarumsóknar að ESB á nýliðnu samstarfsþingi VG. Þykir mörgum
það örugglega firnavont, sérstaklega þar sem flestum þeim er fylgja
VG að málum finnst það hörmulegt að slíkur gjörningur skuli finnast
í stjórnarsáttmálanum. Það virtist aukinheldur sem þingmenn og
ráðherrar VG teldu þetta bölvað óráð. Meira að segja Árni Þór sem
er í klappliðinu virtist hálfhrekjast horn úr horni þegar hann
rembdist haldandi í staurinn við að útskýra í hvaða farvegi málið
væri og endaði með því að hálf opinbera andstöðu sína. Nei,
fjandakornið segi ég nú barasta, nú er komið að....
Óskar K Guðmundsson, fisksali
Lesa meira
...Ég hef verið óánægður með Ögmund, ekki vegna sjónarmiða hans
heldur vegna þess hvernig hann opinberar æði oft sín sjónarmið í
fjölmiðla þegar þau eru öðruvísi en sú leið sem ríkisstjórnin kýs
að fara. En einnig vegna þess að Ögmundur eins og hann segir
orðrétt: "Alla mína tíð í pólitík og verkalýðshreyfingu hef ég átt
auðvelt með að miðla málum og komast að samkomulagi". Öll þessi
erfiðu mál lágu fyrir áður enn til kosninganna kom, svo ég nefni:
Icesave, kaup Magma Energy á HS orku, stefnan um fyrningu kvótans,
stefnan um eignarhald á vatni, stefnan um markaðsvæðingu
heilbrigðiskerfisins, Skattamálin , utanríkismálin, ESB og
AGS...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
...Ertu sáttur við framvindu kvótamálsins hjá ríkisstjórn þinni
og Jóni Bjarnasyni? Finnst þér ekkert athugavert við síðasta útspil
ráðherrans vegna þess? Er þetta bara tómt mál um að tala?
Edda
Lesa meira
Hvernig er hægt að halda þetta út? Eftir að hafa setið
aðgerðalaus hjá meðan Magma eignast HS-Orku er bókað á
flokksráðsfundi að svona nokkuð sé á móti grundvallarstefnu
flokksins og lífsskoðun okkar. Þetta er verra en íhaldið sem
grillaði á kvöldin og græddi á daginn. Við erum prinsippfólk í
flokksstarfi en ...
Áslaug
Lesa meira
Um allan heim er hægt að taka lágvaxtalán. Árið 2006 og 2007
tóku margir Íslendingar lágvaxtalán. Það voru skynsamar ákvarðanir.
Löng jenalán hafa ávallt verið góð lán. Fagmennirnir sem veittu
þessi lán klikkuðu á því hvernig þeir skyldu tryggja sig. Þeir
tryggðu sig með ólöglegum hætti. Þeim hefur verið refsað af
hæstarétti. Skynsemdarfólkið heldur sínum lágvaxtalánum. Vonandi
veitist ...
Hreinn K
Lesa meira
Fjármálastofnanir hafa einhliða ákveðið að senda ekki út
greiðsluseðla vegna dóms Hæstaréttar í næstu viku. Þetta er þeim
óheimilt. Samningar gera ráð fyrir jöfnum mánaðarlegum afborgunum
lánanna og öðrum aðila samnings alls ekki heimilt að breyta
samningum, nema þá að í því felist að fjármögnunarfyrirtækið afsali
sér þessari tilteknu greiðslu. Það sem fjármálastofnanirnar eru að
gera er að þær eru að reyna að svæfa stjórnvöld og almenning fram í
næsta mánuð. Kaupa sér tíma heitir það hjá PR-fyrirtækjunum. Ef það
er eitthvað sem ríkisstjórnin ætti að gera þá væri það að beina
þeim tilmælum til fjármálastofnananna að endurreikna lánin í
samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar þegar í stað með hjálp ...
Hafsteinn
Lesa meira
Ekki fyrir löngu sagði ESB að ábyrgðir gagnvart Englandi og
Hollandi væru ábyrgðir gagnavart öllu ESB. Þettar hlýtur þá að vera
gagnkvæmt: Þ.e.a.s. að segja að svik, lögbrot, skuldir og ábyrgð
hvers einstakts lands innan ESB eru á ábyrgð alls
Evrópusambandsins. Því hljótum við Íslendingar að geta krafist af
ESB að það gangi í ábyrgð fyrir hvert og eitt ESB-land. Nú er það
svo að breska fyrirtækið BP hefur mengað hafið í Mexikóflóa,
afleiðingarnar geta spannað áratugi. Eru ekki líkur á því að
hafstraumar Golfstraumsins geti flutt þennan skít á íslensk
fiskimið og eyðilagt allan okkar afla? Fróðlegt væri að fá
oceangrafer eða hafstraumsfræðinga að rannsaka þetta. Ef það eru
líkur á þessu, þá...
Karl Jóhannsson
Lesa meira
...Yfirlýsingar ráðherra uppá síðkastið staðfesta að hér á landi
er verið að búa til alveg splunkunýja samfélagstegund, tvískiptingu
valdsins. Annars vegar er löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið,
fjármálafyrirtækin, fjölmiðlarnir og háskólarnir, en hins vegar
almenningur, forsetinn og Hæstiréttur. Athyglisverð skipting sem
til dæmis varpa sérstöku ljósi á afstöðu framkvæmdavaldsins
("norrænu velferðarstjórnarinnar"), háskólasamfélagsins og
fjölmiðlanna til forseta Íslands. Athyglisverð skipting, sem skýrir
til dæmis hugmyndir manna um "þjóðstjórn". Hvað er enda þjóðstjórn?
Staðfesting á að öllu valdi, nema valdi fólksins, forsetavaldi og
valdi Hæstaréttar, sé undið upp í hnykil til að enginn geti séð
hvar spottin byrjar og endar. Ætli menn hafi atkvæðis- og
skoðanarétt undir Þjóðstjórn?En hvað gerum við þá, sauðsvartur
almúginn? Við getum ...
Ólína
Lesa meira
Nú er það ljóst að við hörðustu andstæðingar að aðildarviðræðum
við ESB samkomuna höfum fengið öflugan bandamann. Sá er alnafni
afrísks knattspyrnuliðs er nú tekur þátt á HM 2010. Ljóst er
enfremur að með aðkomu hans höfum vér tryggt okkur að hægjast muni
verulega á ferlinu. Nú er bara Ögmundur að einhenda sér í að
Icesave fari fyrir dómstólanna, sem gerir það að verkum að
aðildarumsóknin frýs þar sem ekki þykir sýnt að turbo hraði muni
ríkja við ...
Óskar K Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
Hann var ný fermdur drengurinn og hafði fengið talsvert af
peningum í fermingagjöf og vildi nota þessa aura sína af skynsemi.
Fjölskyldan sat við kvöldverða borðið. Sá ný fermdi var hugsi, og
spurði foreldra sína hvað þau hefðu í laun á ári. Faðirinn sagði að
þau væru með ca. 900.000. (DK). Eru það góð laun spurði sá stutti.
Faðirinn svaraði um hæl og sagði að þau ættu fallegt glæsilegt
hús,sumarhús 2 nýja bíla og við höfum það gott, förum í góð frí
hvert ár. Sá stutti sagði þetta hljóta að vera góð laun: Við höfum
það svo gott og erum svo hamingjusöm. Þá spurði sá stutti...
Erling Bjarnason
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum