Fara í efni

AÐ TRYGGJA ÞJÓÐARHAG

Þjóðstjórn er hugtak sem hljómar vel. En hvers vegna setur Össur slíka hugmynd fram nú? Er það vegna þess að hann telji þörf á fleiri flokkum í ríkisstjórn til að taka ákvarðanir? Er það vegna þess að hann telji að þá verði teknar viturlegri ákvarðanir en núna eða sanngjarnari? Eða óttast hann að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar muni ekki falla í kramið hjá þjóðinni? Að þá gæti verið betra að hafa alla flokka samseka - sýna samstöðu gegn þjóðinni?
Ef réttlæti stýrir för er ekker að óttast. Þá verður hér þjóðstjórn í anda þjóðarviljans. Það er óþarfi að bjóða Sjálfstæðisflokknum inn í Stjórnarráðið, glóðvolgum úr hruninu. Pottarnir og pönnurnar eru enn á sínum stað. Núverandi ríkisstjórn á að einbeita sér að því að starfa í anda almannahagsmuna. Aðkoma allra stjórnmálaflokka að ranglátum ákvörðunum verður aldrei kölluð þjóðstjórn. Slík stjórn yrði kölluð samtryggingarstjórnin!
Jóel A.