ORKAN VERÐI Í ALMANNAEIGN

Mér finnst þetta tal um hverjir séu góðir og hverjir vondir eigendur að orkulindum út í hött. Þegar búið er að setja auðlindirnar út á markað þá skiptir ekki máli hver kaupir, þetta endar í hörðum bisniss. Mundir þú vilja selja einhverjum mjög góðum og þjóðhollum Íslendingi?
V.

Hjartanlega sammála. Þess vegna eiga orkulindirnar ekki að fara á markað! Setja þarf lög sem tryggja að auðlindirnar og orkufyrirtækin séu í almannaeign.
Kv. Ögmundur

Fréttabréf