Fara í efni

RÆÐAN SEM EKKI VAR FLUTT

Enn eru margir í losti yfir því að bröskurunum í Magma Energy væri leyft að koma eignarhaldi sínu á HS orku og þar með öðlast ráðstöfunarrétt á orkulindum Reykjaness. Ekki er enn séð fyrir endann á því máli. Getur verið að ríkisstjórnin ætli að gefast upp í þessu máli????
Ég hugsaði við eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi í gær: Mikið væri gaman ef einhver hefði flutt ræðu sem verið hefði ein setning svohljóðandi: „Okkur tókst að tryggja almannaeign á auðlindum Íslands." Þetta reyndist hins vegar ræðan sem ekki var flutt. Enda innistæðan fyrir henni ekki til staðar. Ekki enn. Neyðist maður til að afskrifa þessa ríkisstjórn algerlega?
Jóel A