Fara í efni

ÞJÓÐNÝTING AUÐLINDA ER RÉTT - FRÁBIÐ NÝJA RÚSSAGRÝLU!

 Kæri Ögmundur...
Bjarni Benediktsson og hans kumpánar segja að trygging auðæva landsins, þá vatnsins, sem einkaeign allrar Íslensku þjóðarinnar, sé ekkert annað en „þjóðnýting," eins og að það sé eitthvað skammarlegt að þjóðnýta. Persónulega tel ég að trygging á því að ÖLL þjóðin eigi sameiginlega auðævi föðurlandsins um aldur og ævi sé nauðsynleg og sjálfsögð, og ef það er að þjóðnýta, þá í guðanna bænum þjóðnýtum, og það STRAX! 

Það fer ekki á milli mála að öll íslenska þjóðin á að nýta og njóta auðæva Íslands sameiginlega! Því skal þjóðnýta þau sem allra fyrst!  Það eru einnig aðrir geirar utan náttúruauðævanna sem starfa í pukri án heiðarlegrar samkeppni til að tryggja hag neytenda, svo sem olíufélögin sem hafa verið staðin að verðsamráði, lyfjainnflutningurinn, síminn, bankarnir, orkugeirinn að vissu marki og ýmislegt fleira sem er nauðsynlegt að þjóðnýta, sem sé að vera í eigu þjóðarinnar og rekið í þágu þjóðarinnar!

Við sem viljum sem mest einstaklings athafnafrelsi skiljum að þó þjóðin eigi sameiginlega grundvallarþætti athafnalífsins, þá kemur það enganvegin í veg fyrir að einstaklingar stofni sín fyrirtæki og reki þau sér til ágóða, og nýti grundvallar eigur þjóðarinnar til þess. Það eru einmitt þessi smáu einkafyrirtæki sem skapa flest störfin og eru driffjaðrir framfara þjóðfélaga. En við skiljum og viljum jafnframt að ÖLL auðævi landsins og allur þjóðarnauðsynlegur rekstur, sem ekki getur notið eðlilegrar samkeppni, verði að vera í sameiginlegri eign allrar þjóðarinnar! Við einkaaðilar erum áríðandi hluti þjóðarheildarinnar og skiljum að hagsmunir þjóðarheildarinnar verða ætíð að ganga fyrir!

Þjóðin á að nýta og njóta allra auðæva föðurlands vors, Íslands, sem sé, það skal þjóðnýta öll landsins auðævi, hvað þá vatnið! Látum orðið „ÞJÓÐNÝTA" ekki gerast nútíma Rússagrýla, látum óþjóðlegu auðvaldsjálkana ekki komast upp með að svo verði!

Við þjóðnýta það sem er réttilega eign þjóðarinnar, semsé okkar allra, er sjálfsagt og gott!
Kveðja,
Helgi