Fara í efni

JÓN EKKI FORRITAÐUR

Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að með auknu og auðveldara aðgengi að hráefni nýtilgreinds sjávarfangs, sé verið að kippa rekstrargrundvellinum undan útgerðinni. Öruggt þykir mér að stærðfræðingum nútímans þætti erfitt að stilla þessu upp í leysanlega jöfnu. Hins vegar er það ekkert nýtt undir sólinni að hagsmunasamtök á borð við þau sem hér eiga hlut að máli hafa einatt fengið þá stærðfræðilegu útkomu sem hentað hefur bezt hverju sinni.
Ljóst er að okkar nýi atvinnumálaráðherra verðandi, Jón Bjarnason, hefur enn einu sinni sýnt að hann stjórnast ekki af fyrirfram forritaðri hugmyndafræði og vangaveltum framlagðri af lénsherrum sem ekki kæra sig um uppskiptingu valdsins. Það var jú í uppleggi samstarfsflokksins að uppræta eða innkalla kvótann í áföngum, ef þessi ráðstöfun mála hjá Jóni sýnist mönnum birtast sem innköllun, þá hlýtur það að vera samstarfsflokknum þóknanlegt. Ég ætla svo bara rétt í lokin að vona að Jón sé ekki í útskiptihugmyndum flokksins til framtíðar, það teldi ég bera vott um að verri hagsmunum væri þjónað.
Ég ítreka það síðan, að sá flokkur sem lýsir yfir afturköllun á aðildarumsókninni og afþakkar tröllavöðulshátt AGS, hann á þúsundir atkvæða vís.
Kv. Óskar K Guðmundsson fisksali.