Fara í efni

TENGIL VANTAR

Þú segir í pistli þínum um vatnið og atkvæðagreiðsluna hjá SÞ að auðhringurinn Bechtel hafi jafnvel viljað meina fólki að nýta sér rigningarvatn í Bólívíu og segist hafa fjallað um það hér á heimasíðu þinni. Legg til að þú látir slóðir fylgja. Ég leitaði og fann þessa: https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/jonina-bjartmarz-umhverfisverdlaunin-og-hinar-syrgjandi-maedur.
Ég sé að á eyjunni (eftir ágæta umfjöllun þar) og víðar bloggar fólk um þessi skrif þín og setur í samband við meinta stjórnarandstöðu. Við sem höfum fylgst með þessari síðu og skrifum þínum annars staðar um þetta og tengd málefni í mörg ár ef ekki áratugi, hlæjum að slíku rugli. Það gera líka reyndar flestir bloggarar eyjunnar: http://eyjan.is/2010/07/31/ogmundur-vill-skyringar-a-hjasetunni-i-atkvaedagreidslu-sth-um-vatnid/
Grímur

Þakka ábendinguna Grímur. Setti þessa slóð inn í pistilinn. Ég gaf mér að áhugasamt fólk myndi fletta í leitarvélinni efst á síðunni og slá inn Bchetel. Hins vegar er allur gangur á því hvernig það gefst. Þakkir.
Kv.,
Ögmundur