Fara í efni

VILL ALVÖRU UFJÖLLUN UM AGS

Að koma AGS í almenna umræðu og hvað þá gagnrýna umræðu er hægara sagt en gjört. Blaðamenn landsins virðast ekki gera ráð fyrir honum í umfjöllun sinni um íslensk stjórnmál í dag. Það virðist vera sækni þeirra í einfaldar fréttaskýringar þar sem gamli sandkassaleikurinn er hryggjarstykkið í hugsun þeirra. Þeim tekst ekki að hefja sig yfir eigin skoðanir í pólitík. Mikið væri það óskandi að þeir legðu á sig nokkra vinnu og læsu þau skjöl sem nú þegar eru aðgengileg á netinu um AGS og samstarf sjóðsins við Ísland. AGS rekur og hefur alltaf rekið stefnu sem er almenningi andsnúin, það er mjög sérkennilegt að íslenskum blaðamönnum finnist það ekki fréttnæmt.
Gunnar Skúli Ármannsson