AÐILDAR-UMSÓKNIN ER PENINGASÓUN

Sæll Ögmundur...

Fyrst vil ég segja að grein Björns Jónassonar er mjög góð og bendir fólki á hver örlög íslensku þjóðarinnar verða, ef núverandi ríkisstjórn fær því framgengt að koma íslensku þjóðinni í ESB.  Hann er ekkert að skíta Evrópu út og kalla ráðamenn þar bölvalda heims, sem eiga ekki skilið að Ísland sameinist þeim. Hann segir eins og er, að þeir Íslendingar sem vilja fela útlendingum í hendur örlög þjóðar sinnar og sækjast persónulega eftir styrkjum og atvinnu við að naga blýanta,  þá kjósa þeir eðlilega að gengið verði í Evrópusambandið. 
Ég er Evrópumaður og Evrópu sinni og óska Evrópu alls hins besta sem tilveran hefur upp á að bjóða, og vona ég að frjálst og sjálfstætt Ísland muni ætíð hafa góða arðbæra samvinnu við Evrópu, sem og öll önnur ríki jarðar, samkvæmt tvíhliða samningum sem væru beggja hagur!  Fyrir hönd Evrópu ráðlegg ég að Rússland, Úkranía og Serbía, gangi strax í ESB, en þá væri Evrópa orðin alvöru stórríki, og við ættum stóran vin og fengjum kannski að fá að vera í friði!
Ég er hins vegar algjörlega ósammála að Ísland gangi í ESB, og tel að það eigi ekki einusinni að koma til umræðu. Þess vegna tel ég að aðildarumsókn Íslands að ESB kostnaðarsamt og tilgangslaust rugl fyrir íslenska skattgreiðendur, og að þeir sem greiddu atkvæði á háttvirtu Alþingi Íslands að hafnar yrðu aðildarumsóknarviðræður við Brussel, eigi að skammast sín og biðja Íslensku þjóðina opinberlega afsökunar fyrir þau mistök!  Ég vona að biðin verði ekki eins löng og biðin eftir opinberi afsökun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar fyrir að hafa gert íslensku þjóðina samseka stríðsglæpum Bandaríkjamanna og Breta í Írak!  Ef ástæðan fyrir samþykki aðildarumsóknar Íslands að ESB, var dulin verknaður til að halda núverandi ríkisstjórn við völd, þá er um tvöföld afglöp að ræða!  Að segjast hafa kosið aðildarumsókn Íslands að ESB í anda lýðræðis, er annarlegt! Því ef það á að nota lýðræðið til sóa tíma fjölda fólks til einskis og eyða að óþörfu fúlgu fjár úr vösum örmagna fólks og öreiga skattgreiðenda ásamt því að ræna íslensku þjóðina sjálfstæði sínu, þá er það hættuleg misnotkun lýðræðisins!!!
Ögmundur; þó úlfarnir sem ýlfra slefandi við dyr stjórnarráðsins séu ófrýnilegir eftir að hafa verið í svelti í yfir ár, þá geta þeir ekki verið verri en þau sem sitja þar nú!  Eins og ég segi, á inngangan í ESB ekki einusinni að koma til greina, né greiðslan fyrir Icesafe, en aftur á móti er nauðsynlegt að gengið sé úr EES og Schengen STRAX!  Það hefði verið nær að núverandi ríkisstjórn hefði einbeitt sé að því, því ólíklegt er að úlfarnir ljótu sem stofnuðu til stjórnlausrar og glórulausrar einkavæðingar, geri það! 
Einu athugasemdirnar sem ég leyfi mér að gera við grein Björns Jónassonar, er að hann segir "að veran í EES hafi verið forsenda Bankahrunsins,"  sem er hárrétt, en hann hefði átt að benda á að EES var forsenda EINKAVÆÐINGARINNAR, sem var svo forsenda bankahrunsins og allra fjármálastórglæpanna, ásamt fjölda öðrum þjóðfélagsmeinum sem hefur hrjáð íslenska þjóðfélagið undanfarin rúm tuttugu ár, og sí eykst! 
Kveðja,
Helgi

Fréttabréf