Fara í efni

EIN FISKVEIÐILÖGSAGA Í ESB

Ég las yfirvegaða og rökfasta grein Ögmundar í Morgunblaðinu. Stundum er persónulegur skætingur svar rökþrota manna og því miður varð sú raunin einmitt í þetta skipti. Stundum er talað um að "við vitum ekki hvað hvað aðild feli í sér fyrr en samningur liggi fyrir". Þetta er auðvitað fráleitt því í sjálfum Rómarsáttmálanum er kveðið á um það að Evrópusambandið hafi eina fiskveiðilögsögu. Samningur sem fæti í bága við grunnlög ESB er útópía enda yrði hann umsvifalaust dæmdur ógildur af Evrópudómstólnum. Einhver sem kallar sig S (tek fram að það er ekki ég)og segist vera indíáni finnst Ögmundur og Davíð hafa of mikið "lífsrými". Ef Ísland fer í ESB auðnast einhverjum að verða "feitir þjónar í Brussel". "S" getur ekki sætt sig við að vera í flokki með Ögmundi en getur hann sætt sig við að verða "indíáni" í eigin landi?
Mér er samt meiri ráðgáta hvað eigendum Fréttablaðsins gengur til?
Ég trúi því varlega í fyrstu atrenu að þeim finnist sjálfsagt að Íslendingar leyfi makrílnum að nærast ókeypis á seyðum í íslenskri lögsögu í þágu Evrópuhugsjónar blaðsins. 
kv.,
Sigurður Þórðarson