Fara í efni

EITTHVAÐ ER ÞETTA TRUFLANDI

Ótrúleg eru viðbrögðin við grein þinni um Ísland og ESB. Greinilega er mikill vilji til að leggja allt sem þú segir út á versta veg. Mér fannst varnaðarorð þín í tíma töluð. En eitthvað truflar þetta þá sem eru að draga upp þá mynd að allt sé þetta óskaplega faglegt með endalasusum úttektum og undirenfndum þegar í reynd verið er að fjallla um pólitíska hagsmuni. Það er líka staðreynd að það sem okkur var sagt að ættu að vera viðræður er í reynd aðlögunarferli með tilheyrandi styrkveitingum til að smyrja gangverkið. Má ekki segja þetta? Þarf að sitja undir því þegjandi að öll gagnrýni sé byggð á einagrunarhyggju og þjóðmonti einsog það er kallað þegar talað er um hagsmuni Íslendinga til langs tíma? Hvers vegna sagði enginn neitt um grein þessa fulltrúa ESB sem þú lagðir út af? Er fólk að missa fatninguna?
Jóel A.