Fara í efni

GJALDSKRÁR-HÆKKUN ER EKKI DJÓK

Það nöturlegasta við skemmtimenn er þegar þeir falla í þá freistni skemmta sér á kostnað annarra. Sú skemmtun getur hæglega snúist upp í skemmtikvöld fyrir skrattann. Skemmtimenn Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík boða nú gjaldskrárhækkanir orkuveitnanna. Kjósendum á sölusvæði Reykjavíkurveitnanna er ætlað að rétta af fyrirtækið svo það geti framleitt orku fyrir stóriðju. Ef þetta er gert að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þarf Jón Gnarr að segja frá því beint út. Sem sigurvegari kosninganna ber honum að koma fram og tala við okkur kjósendur. Ekki skjóta öðru fólki fyrir sig eins og skjöldum. Ikke spille dum. Hækkun orkuveitnanna er ekki djók, atriði á skemmtikvöldi, eða uppistand. Skemmtimennirnir Gnarr og Dagur hafa engan rétt á að skemmta sér á minn kostnað. Hver setti Orkuveituna á hausinn? Ekki var það Davíð!  
Jóna Guðrún