Fara í efni

HITTIR NAGLANN Á HÖFUÐIÐ

Ég hvet alla til að lesa grein Björns Jónassonar í Frjálsum pennum hér á síðunni. Hann skýrir ágætlega hvers vegna bírókratar og háskólamenn margir verða svona æstir þegar ESB bátnum er ruggað. Björn hittir naglann algerlega á höfuðið í frábærri grein sinni þar sem hann segir að rétt sé að menn geri grein fyrir sér í umræðunni!: "Þannig yrðum við Íslendingar styrkjaþjóð. Atvinnuleysi meðal menntamanna yrði ekkert. Lífsrými ESB-stórríkisins myndi stækka og atvinnutækifærum menntamanna fjölga og olnbogarými stjórnmálamanna í Brussel myndi aukast. Það er í þessu ljósi sem ber að skoða tilfinningahita ESB umræðunnar. Það eru margar stéttir sem sjá hag sínum borgið við innlimun Íslands. Það er hins vegar ljóst að Ísland verður ekki lengur fiskiþjóð í Atlantshafi, heldur safn blýantsnagara á styrkjum. Kannski er það allt í lagi og kannski sjá menn þetta fyrir sér sem góðan kost. Það er hins vegar heiðarlegast að gera grein fyrir sér í þessari umræðu allri. Hvernig hagsmunir manna liggja. Það er klárt mál að þrjúhundruð þúsund manna þjóð verður ekki söm innan stórríkisins ESB og utan þess..."
https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/bjorn-jonasson-skrifar-olnbogarymi-i-brussel
Sunna Sara