Fara í efni

ÓKYNGERVÐUR OG ÓÞJÓÐHVERFUR

Eftir að hafa lesið kyngreiningu þingmannaskýrslunnar, áttar maður sig á því hversu mikilvægt er mótvægi Evrópuhverfra þingmanna sem mótvægi í tákngervingu valdsins. Það er greinilegt að margir þingmenn hafa ákveðið að bogna ekki, í fárviðrinu sem geysar í sápukúlunni, sem Alþingi er að verða. Einn þeirra er Össur Skarphéðinsson sem er dæmi um ókyngervðan, ójaðarsettan, óþaggaðan en þrátt fyrir allt óþjóðhverfan þingmann af gamla skólanum. Maður hugsar með sér, þegar maður hlustar á hann: "þetta er allt að koma".
Hreinn K.