SÉRFRÆÐINGAR OG LÝÐRÆÐI

Í ágætri grein í TMM segir Solla að fjórir hópar háskólamanna hefðu átt að vita betur fyrir hrun: lögfræðingar, viðskiptafræðingar, hagfræðingar og endurskoðendur. Það sem skýrsla þingmannanefndarinnar boðar varðandi Landsdóm er ekkert annað en endurkoma sérfræðingaveldisins sem kom okkar í þessa stöðu sem við nú erum í. Sérfræðingaveldið er lífseigt og í skýrslu þingmannanefndarinnar rekur hvert sig á annars horn. Annar hluti hennar fjallar um umbætur í anda lýðræðis. Hinn hlutinn er þvælan um Landsdóm sem tilraun til að koma lögfræðingunum til æðstu áhrifa og valda yfir hinum svo kallaða Landsdómi. Eða hvað? Þingmannanenfndin var undir formennsku Atla lögfræðings Gíslasonar og þar sat Framsóknarþingmaður og lögfræðingur Eygló Harðardóttir fyrir á bekk. Auðvitað sárnar þessum tveimur og hinum sem tala fyrir Landsdómi það, að sérfræðingaveldið skyldi bíða skipbrot með hruninu og vilja það endurreist hvað sem tautar og raular. Lýðræðið mun bera skaðann.
Kjartan Emil Sigurðsson

Fréttabréf