ÞÖRF Á UPPGJÖRI!
Það gerist ekkert ef ekki fer fram almennt uppgjör í okkar
samfélagi. Það getur ekki þessi ríkisstjórn gert það hefur sannað
sig. Það verða að fara fram Alþingiskosningar sem fyrst, annars
gerist ekkert. Þessi ríkisstjórn ætlaði að slá skjaldborg um
heimilin en það hefur ekki verið gert. Það hefur verið slegið
skjaldborg um fjármagnseigendur og fyrirtæki. Það getur ekki gengið
endalaust að atvinnulausir, fátækir, öryrkjar og eldriborgarar taki
á sig skerðingar meir.
Þórir Karl Jónasson