Fara í efni

VG TAKI SÉR TAK

Er nú ekki mál að linni. Eigum við Vestmanneyingar nú að borga meira fyrir að ferðast eftir þjóðvegi en aðrir landsmenn? Hvernig væri að taka peningana sem fara í ESB viðræður sem gagnast engum og verða felldar af þjóðinni?Við mótmælum þessum hækkunum ef af verður því reynslan er sú að það sem einu sinni hefur verið hækkað lækkar ekki. Við eigum ekki að gjalda fyrir eldgos og hönnunargalla .Við hérna í eyjum þekkum eldgos vel og höfum fengið okkar skerf af þeim. Hvernig væri að þið VG menn tækjuð ykkur tak og færuð að vinna fyrir fólkið.
Inda Marý Friðþjóðfsdóttir

Sæl og þakka þér  bréfið. Hér vísar þú greinilega til þess að ég hef nefnt að hugsanlega þurfi að hækka eitthvað ferjugjald til Eyja. Auðvitað þyrfti slíkt gjald alltaf að vera í hóf stillt. En vandinn er sá að moksturskostnaður við Landeyjarhöfn stefnir í að verða þrjátíu milljónir á mánuði yfir vetrarmánuðina í stað fjörutíu milljóna allt fyrsta árið. Þetta er ekki vegna hönnunargalla heldur óviðráðanlegra aðstæðna. Ég er sammála þér að líta ber á samgöngur til Eyja sem þjóðvegarsamgöngur og halda þarf öllum kostnaði niðri við umferðina. En á vegunum erum við líka að greiða fyrir að fara á milli staða í skatti sem settur er á eldsneyti. En hérna þarf að finna sanngirnislausnir. Um það erum við sammála.
Kv.
Ögmundur