AÐ HRUNI KOMINN Október 2010
Ég hef undanfarnar alþingis- og bæjarstjórnarkosningar kosið
V-G, vegna þess að ég taldi áherslur hreyfingarinnar falla að mínum
hugsjónum. Undanfarið hefur þó lítið af verkum forystumanna(kvenna)
V-G fallið að mínum hugsjónum og ber þá að nefna aðgerðarleysi V-G
í aðildarferli að ESB. En svo eru það einnig siðferðisleg sjónarmið
hreyfingarinnar sem valda mér gríðarlegum vonbrigðum. Hvernig má
það vera að V-G skuli telja dreifingu Gideonfélagsins á Nýja
Testamentinu í grunnskólum brot á mannréttindum? Hvernig má það
vera að menntamálaráðherra beiti sér gegn ...
Guðrún Sæmundsdóttir
Lesa meira
Hjartanlega sammála því að við verðum að "þola" þau stjórnvöldum
sem eru lýðræðislega kjörin. Ég kaus ekki þessi ríkisstjórn né
þessa flokka en ber virðingu fyrir umboði þeirra. Meðan
lýðræðislega fulltrúar þjóðarinnar geta leyst það verkefni að búa
til ríkisstjórn með þingmeirihluta þá stjórnar hann, annað væri
ólýðræðislegt. Lýðræði götunanr er ...
Sveinn V. Ólafsson
Lesa meira
...Þá þarf að taka innheimulögin í gegn en þau tryggja
lagagrundvöll til að okra á smákröfum. Nú spretta upp fjölmörg
fyrirtæki sem gera út á að okra á reikningum frá fyrirtækjum í
fákeppnisiðnaði. Eða gabba sveitarfélög í viðskipti. Þannig er
fullkomlega löglegt að bæta 8700 kr ofan á 2000 kr kröfu eins og
innheimtufyrirtækinu sýnist. Svo má senda kröfuna eftir það til
lögfræðings og rukka 15.000 kr. Að auki vexti af öllum kostnaði (
sjálfdæmi). Þá stendur krafan í 33.000. kr. Má því segja að þetta
sé eini nýsköpunariðnaðurinn sem ríkisstjórnin styður dyggilega, að
vísu ekki með ...
Einar Guðjónsson
Lesa meira
það ber að þakka það sem vel er gert og lýsi ég ánægju minni með
frumvarpi um fyrningu gjaldþrota skulda. þetta er svo sannarlega
skref í rétta átt, en þó þarf að hafa það í huga að hér er verið að
tala um 2 ár eftir að skiptum er lokið, ég var orðinn fjárhagslega
stopp í lok árs 1998, lýstur gjaldþrota 2001 skiptum lauk ekki fyrr
en 2006 ( í rauninni fáránlegt hvað þetta tók langan tíma miðað við
það að allan þennan tíma var ég bæði eignalaus og atvinnulaus) - ef
hlutirnir eru ...
Steinar Immanúel Sörensson, stofufangi í íslensku
samfélagi vegna gjaldþrots sem á rætur að rekja til
þekkingarleysis. ( ábyrgðin að öllu leyti mín.) En á mér þann draum
að verða nýtur samfélagsþegn með tíð og tíma.
Lesa meira
Landeyjarhöfn: Kosnaðarsöm dæling ! Vil minna á að Landsvirkjun
dældi gríðar miklu efni úr Bjarnarlóni og síðar var fráskurður
Búrfellsvirkjunar II grafinn með sama pramma. Þúsundir rúmm.
Virkjunin hefur ekki verið tekin í notkun. Prammin og dælur hans
voru knúnar með rafmagni. Verðugt verkefni að smíða eða breyta
dæluskipi og nota íslenska orku til að dæla úr höfninni. Ef til
vill er líka hægt að selja sandinn úr landi.
Guðjón Hreiðar Árnason
Lesa meira
Ég tek hjartanlega undir með Jóel A. Það á að samþykkja
fyrningarfrumvarpið með hraði. Þið hafið ekki leyfi til að tefja
málið! Sá sem tefur þetta mál veit ekki hvað gjaldþrot er!!!
Sunna Sara
Lesa meira
...Ég starfa í fjármálageiranum og þekki mjög vel til
þessara mála enda á degi hverjum að aðstoða fólk á barmi
gjaldþrots. Ég veit og skil að þetta frumvarp er gríðarlega gott og
ótrúlegt hve langt er gengið skuldurum í hag! Ég
bjóst við efasemdum Íhaldsins en ekki frá þingmönnum sem gefa sig
út fyrir að standa með skuldugu fólki. Talsmaður
Hreyfingarinnar sagði frumvarpið ónýtt!!!! Ætlar þetta
fólk að leggja stein í götu þeirra sem nú eru að fá réttarbót? Bara
vegna þess að það skilur ekki gangverkið í þessum málum? Eða telur
sig þurfa vera á móti. Ömurlegt! Ég sá og heyrði að nú ætla menn að
leggjast í miklar tafir á málinu. Alþingi hefur ekki
leyfi til að stöðva þessa réttarbót. Afgreiðið frumvarpið
strax!
Jóel A.
Lesa meira
Mikið var og hafðu þökk fyrir! Íslensku gjaldþrotalögin eru
smánarblettur á lagasafni þjóðarinnar. Lögin gera einstaklingum
ókleift að byrja upp á nýtt, einstaklingum sem til dæmis hafa vegna
veikinda eða af ástæðum sem þeir réðu engu um, misst atvinnu sína,
ævisparnað og fjárfestingar og sem (vegna glórulausrar
peningastjórnar landsins) eiga oft minna í heimilum sínum en þeir
skulda. Þessir einstaklingar losna aldrei undan skuldabyrðum sínum.
Þessi skuldaþrældómur er þjóðarskömm. Hlutafélög í eigu
fjárglæpamanna ganga frá milljarðaskuldum (þeim sem þeir ekki fá
afskrifaðar í bönkunum) eins og ekkert sé og byrja næsta dag með
nýja kennitölu, en venjulegt fólk fær aldrei tækifæri til að byrja
upp á nýtt. Eina lausnin er að ....
Íris Erlingsdóttir
Lesa meira
Mikið ósköp værir þú nánast hinn fullkomni stjórnmálamaður ef þú
gætir endurmetið örlítið afstöðu þína til álversins í Helguvík.
Slíkt skref myndi enda vera öflugt innlegg í þína stöðu sem vonandi
verðandi formaður VG. Þú verður og munt vonandi fara í þann slag
sem ljóslega hefur verið boðaður innan tíðar og sjá muntu að þar
mun ótvíræðu brautargengi verða veitt. Ég vildi aukinheldur sjá þig
taka af öll tvímæli varðandi umsóknaraðildina frægu og yfirlýsa að
þangað inn hefðum við ekkert að gera, en þetta er nú bara minn
óskalisti. Boðaðar hugmyndir Jóns Bjarnasonar með auknar
aflaheimildir í bolfiski sem seldar verða á markaði eru hrein
snilld enda ...
Kveðja, Óskar K. Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
Ég er hoppandi ánægður með að þú ætlar ekki að láta húskarla
ráðuneytisins vaða áfram án þess að hafa þig upplýstan en þessi
vinna var nánast fullmótuð í tíð fyrri ráðherra. Þetta hefur alla
tíð loðað við ráðuneytin að stjórarnir eru of margir og æða áfram
nánast stjórnlaust. Mál Björgvins Sigurðssonar er mér í fersku
minni. Hvar var ráðuneytisstjórinn hans, allir skrifstofustjórarnir
og aðstoðarmaðurinn?? aðstoðarmaðurinn?? Þeir vissu um hvað var á
seyði en létu yfirmann sinn ekki vita. Svona ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum