VILL SVAR UM HELGUVÍK OG FJÁRLÖG

Sæll Ögmundur.
Mér fannst þú ekki svara fyrirspurn Sigurðar Kára vegna fjárlagafrumvarps næsta árs almennilega og því spyr ég þig hreint út. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir hagvexti, sem mun verða vegna byggingar álvers í Helguvík. Þetta stendur þar svart á hvítu. Hvernig getur þú þá stutt frumvarpið og stutt ríkisstjórn sem gerir ráð fyrir þessu álveri? Ég vona að þú svarir á mannamáli en ekki með froðusnakki.
Hermundur Sigurðsson

Forsenda þess að reist verði álver í Helguvík er að takist að tryggja flllnægjandi orku. Það hefur ekki tekist. Þá er það rétt að ég hef sagt að ég vilji fara aðrar leiðir í atvinnuuppbyggingu en að reisa fleiri álver. Þessu hef ég svarað undanbragðalaust. Þótt þetta standi í fjárlagafrumvarpinu annars vegar og þetta sé afstaða mín hins vegar, þá er hitt kýrskýrt að ég styð ríkisstjórnina.
Kv.Ögmundur Jónasson

Fréttabréf