ÁSKORUN TIL DÓMSMÁLA-RÁÐHERRA

Ef ég hef skilið málflutning þinn í gegn um tíðina rétt vilt þú virða mannréttindi fólks. Nú ertu dómsmálaráðherra og þess vegna vil ég vita hvort þú hyggst breyta því misrétti að sumar fjölskyldur geti borið ættarnafn en aðrar ekki. Þetta er klárlega brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ég er í þeirri stöðu að vilja ekki bera kenninöfn foreldra minna af góðum ástæðum en stjórnvaldið á Íslandi hefur sett lög sem neyða mig til þess. Ég skora á þig að beita þér fyrir því að leyfa borgurum þessa lands að velja eigin nöfn ef þeir vilja. Eins og kerfið er í dag er þetta lögbundin stéttaskipting þar sem sumir eru fæddir með réttindi sem ég hef ekki.
Ísak

Fréttabréf