BANAHÖGG

Til samgönguráðherra. Ég er aldeilis rasandi yfir ætlun þinni að setja aukinn skatt á bifreiðaeigendur. Sú skattheimta kemur hrikalega misjafnlega niður, höfuðborgarbúar geta mögulega dregið úr bifreiðanotkun og notað strætó, en hér úti á landi er enga slíka þjónustu að hafa og fólk þarf oft að sækja tugi kílómetra í vinnu. Ofan á allan annan ójöfnuð sem landsbyggðin þarf að búa við er þetta banahögg!!!! Algert banahögg Ögmundur!! Við getum ekki tekið á okkur þyngri byrðar en þegar er orðið.
Bryndís Símonardóttir

Fréttabréf