HVORKI SÆMANDI FYRIR SÍ NÉ HÍ

Ég tek undir með Jóel A. varðandi Icesave. Án þess að ég hafi fremur en aðrir séð nýjan Icesave samning sem sagður er í burðarliðnum þá bendir allt til þess að hann sé miklu betri en það sem afstýrt var fyrir ári. Jóel A. þarf ekkert að undrast þótt þeir sem vildu pranga fyrri samningi inn á þjóðina í vankunnáttu sinni og undirlægjuhætti skuli nú reyna að telja okkur trú um að töfin hafi kostað okkur mikið. Þetta er ekki bara rugl heldur ámátlegur málflutningur og hvorki sæmandi fyrir Seðlabankann né Haskóla Íslands.
Grímur

Fréttabréf